Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 38
38
nutu neinna eiginlegra mannréttinda og voru skoð-
aðir eins og dýr, þá fór það allt hér um bil algjör-
lega fram hjá honum eins og öllum öðrum, sem
heyrðu hinum menntaða flokki til. En hve sárt
hann samt sem áðr finnr til mitt uppi í velsælu
rómverska menntalífsins! Hvað sáran sting hann
gengr með í hjartanu út af ógæfu þeirri, sem liggr
í loftinu uppi á hinum háu menntalifsstöðvum hans
sjálfs og samtíðarmanna hans! Hve sárt hann sakn-
ar hinnar fornu tíðar í sögu hins kæra föðurlands
síns, þegar menntanin var í barndómi og menn voru
svo miklu nær því að vera börn náttúrunnar! Og
þegar hann lítr út fyrir menntaheiminn rómverska
á sinni tíð til hinna menntunarlausu, hálfvilltu þjóð-
flokka i norðrátt, Þjóðverja, sem Rómverjar áttu þá
allt af annað veifið í ófriði við og kepptust svo mjög
við að smala inn í heimsríkið sitt, hvað hann þá
hefir lifandi tilfinning fyrir því, að í rauninni sé þó
það fólk svo margfalt sælla i siuu menntunarleysi
og náttúrulífs-ástandi heldr en allir þeir, sem nutu
gœða rómversku menntunarinnar. Og þessir Þjóð-
verjar, sem þá voru uppi og sem Tacítus er um að
hugsa, það var nú í rauninni alveg samskonar fólk
eins og forfeðr vorir í Norvegi og á Islandi ura
það leyti, sem kristindótnrinn níu öldum síðar kom
til þeirra. Sæla slíks iífs, ef sælu skal kalla, er
aðallega fólgin í því, að menn finna svo undr lítið
til bæði í líkamlegu og andlegu tilliti. Ogþeirfinna
svo lítið til af því, að enginn eiginlegr eldr til menn-
ingar og framfara hefir enn verið borinn inn til
þeirra og þá ekki heldr tekinn til að brenna í sam-
vizku þeirra og lífi. Það getr verið fullkomin ástæða
til að halda þeirri sælutegund hjá sér eða eiguast