Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 15
15
þekkingarauki hjá hinura eiginlegu frömuðum eða
forvígismönnum vísindanna. Þekkingin hjá almenn-
ingi svo dœmalaust mikið aukin og vaxin út yfir
það, sem áðr var, enn þá miklu meira aukin að sínu
leyti heldr en þekkingin hjá vísindamönnunum.,
Þessi tíð er fremr öllu öðru alþýðumenntunarinnar
tíð. Almenningr menntalandanna veit nú svo marg-
falt meira en nokkurn tíma áðr í sögunni. Og hann
veit svo miklu meira fyrir þá sök, að menningar-
færin eru nú orðin svo margfalt betri og fleiri en.
áðr. Skólar, sem allir eiga aðgang að, nú í gangi,
nálega óteljandi, í öllum áttum. Skólabœkr langtum
betri en áðr. Kennslumátinn margfalt vitrlegri og
þægilegri heldr en áðr. Allt gjört til þess, að allir
geti menntazt sem bezt, á sem skemmstum tíma og
með sem minnstri fyrirhöfn. Enda er það virkilega
svo, að á þeim skólum, þar sem kennslufyrirkomu-
lagið er nú í fullkomnustu horfi, eiga menn á sama
tímanum kost á að læra miklu meira en á tilsvar-
andi uppfræðslustofnunum hinna fyrri kynslóða. —
Bókmenntaheimrinn nú orðinn eins og hafsdjúpið,
alveg ótœmandi. Og óteljandi ágætar bœkr eftir
hina miklu anda mannkynsins, höfuðrithöfunda þjóð-
anna frá fyrri og síðari timum, liggjandi fyrir al-
menningi í svo ódýrum útgáfum, að hver fátækiingr-
iun getr í þær náð, lesið þær og uppbyggt með
þeim anda sinn, flutt þaðan nýjan andlegan eld inn
í líf sitt. Og ekki að gleyma hinum svo kölluðu
dagblöðum eða tímaritum, sem daglega, að minnsta
kosti vikulega eða mánaðarlega, leggja fram fyrir
allan hinn lesanda almenning ýmist tíðindi um það,
sem er að gjörast sögulegt í heiminum nær og fjær,
ellegar hugleiðingar um ýms þýðingarmikil lifsspurs-