Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Síða 2
hún var starfinu vel vaxin og áhuginn og samvizkusemin
með eindæmum.
Störf þessi hafði Jóna með höndum allan þann tíma, er .ég
var í Gróðrarstöðinni, að tveimur árum fráskildum, eða sam-
tals 23 sumur. Þessari þrautseigju hygg ég að hafi valdið
fremur það ástfóstur, er hún hafði tekið við starfið og stöð-
ina, heldur en að fyrir launum eða aðstöðu væri að gangast,
því hvort tveggja var áreiðanlega naumt skorið, og þar við
bættist, að þetta var aðeins 5—6 mánaða starf ár hvert og var
því fjarri því að vera stöðug atvinna. Að vetrinum dvaldi
Jóna á heimili sínu Sökku í Svarfaðardal, en þar var hún
fædd og uppalin, þar voru systkini hennar og þar átti hún
ávallt öruggt athvarf, þá tíma, er hún ekki dvaldi utan heim-
ilis við garðyrkjustörfin.
Jóna M. Jónsdóttir var sem fyrr segir fædd á Sökku 13.
júlí 1887, en andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri 20. ágúst
1969, fullra 82 ára að aldri. Síðustu ár ævinnar átti hún við
mikla vanheilsu að stríða og lá þá lengst af á sjúkrahúsi. Hún
var mikil skapgerðarkona, ákveðin í skoðunum, stefnuföst,
hlý í viðmóti og viðkvæm í lund. Sjúkdóm sinn bar hún með
þolgæði og fannst mér sálarstyrkur hennar vaxa eftir því,
sem sjúkdómslegan lengdist og líkamlegur máttur þvarr.
Skýrleika sínum í hugsun hélt hún til hinztu stundar. Þann-
ig er gott að skilja við þetta líf.
Maria Daníelsdóttir tengdist Ræktunarfélagi Norðurlands
og starfinu í Gróðrarstöð félagsins á hliðstæðan hátt og Jóna
M. Jónsdóttir, þótt viðfangsefnin væru önnur.
I Gróðrarstöðinni var sá háttur á hafður, að starfsemin
hafði mötuneyti fyrir starfsfólk sitt að sumrinu, en þá var
það jafnan miklu fleira en á veturna, olli því bæði námskeið-
in og svo vinnan við heyöflun og ræktunarstörf. Varð þá að
hafa matráðskonu til þess að veita mötuneytinu forstöðu. Sá
ljóður var á þessu starfi, að það stóð aðeins í 5Vá mánuð ár
hvert og auk þess hvorki fyrir launum né aðstöðu að gang-
ast. Var því erfitt að fá konu í þetta starf, er vildi bindast því
til langframa. Þá var það, að María Daníelsdóttir tók þetta
4