Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 5
MAGNÚS ÓSKARSSON:
VAXANDI SKAMMTAR AF FOSFÓR-
ÁBURÐI Á NÝRÆKTAÐA MÝRI
INNGANGUR
Árið 1962 var hafin tilraun með vaxandi skammta af fosfór-
áburði í nýrækt á Hvanneyri og tveimur árum síðar á Reyk-
hólum. Grein þessi fjallar aðeins um tilraunina á Hvann-
eyri. Megin tilgangur tilraunanna var að ákveða hve mikið
væri ráðlegt að bera á af fosfóráburði í nýræktarflög og
hvaða aðferðum ætti að beita við dreifinguna.
Það er lítið af íosfór fyrir jurtir í mýrarjarðvegi á Faxa-
flóaundirlendinu norðan Skarðsheiðar. Nokkrar fosfórtil-
raunir hafa verið gerðar á þessu svæði og um þær hefur
Friðrik Pálmason et al (1966) ritað grein. í niðurstöðum
greinarinnar segir: „Árleg notkun fosfóráburðar (þrífosfats)
reyndist betur, en stórir skammtar til margra ára.
Þegar stórir skammtar af fosfóráburði voru bornir á til
margra ára, féll fosfórprósenta grassins ár frá ári.“
Mýrin, sem tilraunin frá 1962 var gerð á, var ræst fram
árið 1960. Spildan var plægð og kýfð 1961 og unnin með
tætara 1962. Mýrin er fremur flöt og 1—1,5 m djúp. Rúm-
þyngd jarðvegsins er 0,2—0,3 g/cm3 og glæðitap eða lífræn
sambönd 55—65%.
Athygli Skal vakin á því, að í grein þessari tákna tölur
fyrir fósfór í áburði og uppskeru og kalí í áburði hrein efni,
P og K, en ekki sýringa efnanna, P2Os og KuO eins og áður
hefur tíðkazt.
Öll árin sem tilraunin stóð voru þurrviðrasöm og sumar-
7