Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 23

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 23
frá Hvanneyri. Pottatilraun þessi sýndi miklu lægri „fosfór- jalnvægi" en vallatilraunirnar frá tilraunastöðvunum fjór- um eða frá 20,8—32,7%, en borið var á 39,3 kg/ha fosfór. í Hvanneyrarjarðveginum fann dr. Björn 28,7% „fosfór- jafnvægi" á ókölkuðum jarðvegi og 32,7% á kölkuðum. Líklegasta skýringin á mismunandi „fosfórjafnvægi“ pottatilrauna og vallatilrauna, sem getið er um í grein dr. Björns, er að jarðveguriun í hinum fyiTnefndu er tekinn úr mýrurn á fjórum stöðum á Suð-Vesturlandi, en vallar- tilraunimar voru gerðar á góðu landi á tilraunastöðvunum fjórum. Það að túnin á tilraunastöðvunum eru fosfórauðug hefur meðal annars komið fram í grein eftir dr. Bjama Helgason (1964), um mismunandi fosfóráburðartegundir. Hann taldi, að mismunur áburðartegundanna hefði verið minni en búast mátti við, vegna þess hve túnin á tilrauna- stöðvunum eru fosfórauðug. Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú, að við venjulegan fosfórskammt á tún (26,2 kg/ha P) ræktuðu á mýrarjarðvegi á Hvanneyri skili sér um það bil þriðjungur af því fosfór- magni, sem borið er á. Þetta á að minnsta kosti við fyrstu ár túnræktarinnar. Það er athyglisvert, að nýræktarárið 1962 er fosfór í hundraðshlutum af þurrefni hærri í liðunum þar sem fosfór var tættur niður en í reitunum þar sem fosfórinn var breidd- ur ofan á, en uppskerumagnið og upptekinn fosfór (sjá töflu VII) var mun hærra í síðartöldu liðunum. Strax árið 1963 hverfur þessi munur. Ekki skal reynt að skýra þetta fyrir- bæri. Dr. Bjarni Helgason (1964) segir: „Fosfórinnihald upp- skerunnar er miklu viðkvæmara en sjálft uppskerumagnið fyrir breytingum á fosfórástandi jarðvegsins." Fosfórmagn í þurrefni fellur verulega á þriðja ári tilraunarinnar, eða árið 1964. Hins vegar helzt góð uppskera þangað til 1965. Þetta vekur þá spurningu hvort þarna sé ekki um að ræða fyrirbærið sem Bjarni talar um, þó að líklega megi kenna árferði að einhverju leyti um lélega uppskeru síðasta árið. 25

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.