Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 38
ÝMISLEGT UM JARÐVEGSLÍFIÐ
Vegna þess hve flestar jarðvegsverur eru smáar, er þess að
vænta að fjöldi þeirra sé mikill, enda hafa athuganir sýnt að
svo er, og að fjöldi þeirra í rúmmálseiningu er yfirleitt í
öfugu hlutfalli við stærðina. Því eru örverurnar langtum
fjölþættastar, einkum bakteríurnar en fjöldi þeirra getur
verið frá einni billjón upp í þúsund billjónir í einum fer-
metra lands. Þá geta frumdýr verið frá hálfri til einni billjón
í sömu landsstærð.
Smáverurnar (mesobiota) koma næstar að fjölda. Eftirfar-
andi tölur eru teknar eftir Dunger (1964) úr Brauns (1968)
og eiga að vera meðaltöl úr ýmsum jarðvegsgerðum í Ev-
rópu. Til samanburðar eru tölur (meðaltöl) úr þremur reit-
um í mólendi á Árskógsströnd, eftir athugunum sl. sumar.
Eins og áður eru tölurnar miðaðar við einn fermetra, og um
20—30 sm dýpi:
Smáverur Evrópa Meðaltal Árskógsströnd Meðaltal
Hjóldýr 25.000 2.000
Þráðormar 1.000.000 345.000
Maurar 100.000 63.000
Mordýr 50.000 42.000
Af hinum stærri dýrum eru pottormarnir fjölþættastir.
Þeir eru taldir að meðaltali um 10.000 í einum fermetra af
jarðvegi í Evrópu, en reyndust aðeins rúmlega eitt þúsund í
mólendi á Árskógsströnd. Hins vegar reyndust skordýr og
skordýralirfur næm tvö þúsund, en eru að meðaltali talin
um 350 í evrópskum jarðvegi. Ánamaðkar eru taldir að
meðaltali um 80 á fermetra, en þeir voru aðeins athugaðir
í einum reit og voru þar um 160 á fermetra, en sennilega
er lítið eða ekkert af þeim í ýmsum öðrum gróðurlendum.
40