Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 39

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 39
Þrátt fyrir hinn mikla fjölda örvera og smávera í jarðveg- inum, er samanlögð þyngd þeirra ekki mjög mikil. Þannig er talið að ein milljón þráðorma af meðalstærð í jarðvegin- um, vegi aðeins um eitt gramm. Miðað við áðurnefnda með- altölu þráðorma í mólendi á Árskógsströnd, verða því um 3,5 kg af þráðormum að meðaltali á hektara. Hins vegar gera 160 ánamaðkar af þeirri stærð sem fundust í mólendinu, um 250 kg á hektara. Erfitt er að gizka á samanlagða þyngd allra lifandi vera í jarðveginum, en ætla má að hún sé sjaldan minni en 100 kg á ha ef ánamaðkar eru með í spilinu, og í frjósömu landi má ætla að hún geti a. m. k. farið upp í 500 kg á ha. Er þá að sjálfsögðu ekki reiknað með plönturótum eða jarðstöngl- um plantnanna. Eins og þegar hefur komið fram, er lífið að jafnaði auð- ugast í efsta borði jarðvegsins, eða í grassverðinum (mosa- laginu) og í rótartorfunni næst fyrir neðan. Þaðan fer það ört minnkandi niður á bóginn, og í um 25 sm dýpi er það orðið lítið. Þetta á þó ekki jafnt við um alla flokka jarðvegs- veranna. Sumir flokkar þrífast aðeins í grassverðinum, svo sem ýmis skordýr og sniglar, en aðrir fara mun dýpra niður, svo sem þráðormar, sveppir og bakteríur, svo og rætur hinna grænu plantna. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda nokkurra dýraflokka í mis- munandi dýptum í túni á Árskógsströnd, eftir athugunum síðastliðið sumar (meðaltölur tveggja reita): Dýraflokkar Sm dýpi 0-2,5 2,5-5,0 5,0-7,5 7,5-10 10—12,5 15-17,5 Mordýr 173 79 34 13 8 1 Maurar 70 14 5 3 3 1 Þráðorinar 273 200 182 - 51 Hjóldýr 11 3 1 0 0 0 Pottormar 4 3 0 0 41

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.