Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 43
margt af hjóldýrum (26), en þau eru fá í öðrum gróðurlend-
um. Bessadýrin (Tardigrada) reyndust flest í reit, sem val-
inn var í snjódæld (36), en fá í öðrum gróðurlendum.
Ymsar erlendar rannsóknir benda til þess, að talsverðar
breytingar eigi sér stað milli árstíða, á fjölda einstaklinga í
ýmsum hópum jarðvegsdýra. I norðlægum löndum, þar sem
jörð er frosin á vetrum, liggur jarðvegslífið að sjálfsögðu í
dvala, en lítið er um það vitað á þeirri árstíð. í Evrópu hafa
sumir flokkar reynzt hafa hámarksfjölda á vorin og aftur á
haustin, en fleiri munu þó þeir sem aðeins hafa hámark
seinni part sumars eða á haustin. Þetta mál er enn lítið kann-
að hér (sbr. þó Tuxen, 1943).
Þá er fremur lítið vitað um útbreiðslu einstakra flokka af
jarðvegsverum í landinu, og enn minna um útbreiðslu ein-
stakra tegunda. (Verður það nánar rakið í sambandi við
hvern flokk fyrir sig.)
RANNSÓKNIR Á JARÐVEGSVERUM
Fyrir flesta menn er heimur jarðvegsins lokuð bók, og þó
þeir nái að opna hana, eru þeir lítt læsir á síðumar. Stafar
þetta einkum af smæð jarðvegsveranna, og dreifingu þeirra
um efnið. Jafnvel þótt dálítil moldarhrúga sé tekin til athug-
unar undir smásjá, er ekki líklegt að mikið sjáist af lífver-
um, til þess eru þær alltof dreifðar. Mesta vandamálið í sam-
bandi við jarðvegslífsrannsóknir er því að safna jarðverun-
um svo mikið saman, að hægt sé að fá gott sýnishorn af
flokkun þess og tegundum, og fjöldahlutföllum þeirra í ein-
hverju ákveðnu rúmmáli af mold.
Hvað dýrin snertir, hefur þetta vandamál verið leyst á ein-
faldan en iiruggan hátt, og byggist það að sjálfsögðu á hæfni
þeirra til að hreyfa sig sjálf, þ. e. a. s. dýrin eru hreint og
beint rekin úr moldinni. Venjulega er hiti (stundum sam-
fara þurrki) notaður til að framkvæma brottreksturinn, og
er 20—30 stiga hiti oftast nægur.
Jarðvegssýnin, sem venjulega eru skorin út með röri eða
45