Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 49

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 49
verið ein af orsökum mistakanna í ræktuninni. Þetta, og margt fleira þarf að kanna, áður en hægt verður að skilja eðli kalsins, og gefa hagnýtar leiðbeiningar um að forðast það. II FRUMVERUR Frumverur nefnast hér einu nafni nokkrir flokkar lífvera, sem oft eru kallaðar frumstæðar eða ófullkomnar. Frumstæð- ar eru þær a. m. k. að því leyti að þær eru jarðsögulega gaml- ar, og hafa sumar ennþá hæfileika til að framkvæma ýmsar efnabreytingar, sem telja verður að verið hafi mikilvægar eða nauðsynlegar í upphafi lífssögunnar á jörðunni. Sem dæmi má nefna breytingu óbundins köfnunarefnis í nitröt, breytingu brennisteinsvetnis í súlföt, svo og ýmsar orkugef- andi efnabreytingar, sem valda því að þær geta numið kol- tvísýring loftsins, eins og grænu plöntumar, en án þess að hafa sólarljós. Þá geta nokkrar komizt af án óbundins súr- efnis, og sumar þola það jafnvel ekki. Sameiginlegt einkenni frumveranna er smæð þeirra, en breidd frumanna er sjaldan meiri en 1 my (^/iooo mm). Að lögun eru frumverurnar ktilulaga, staflaga, gormlaga og þráð- laga. Eiginlega frumukjarna vantar hjá frumverunum, eða þeir eru lítt sýnilegir. Frumuskipting þeirra er því allfrá- brugðin skiptingu annarra lífvera. Frumurnar detta í sund- ur að því er virðist fyrirvaralaust, enda er skipting þeirra oft kölluð klofning. Helztu flokkar frumveranna eru bakteriur (gerlar), geisla- sveppir (Actinomycetes) og blágrœnupörungar (Cyanophy- cea). 1. Bakteriurnar (Bacteria) eru nú oft nefndar gerlar, enda þótt svo heiti að réttu aðeins þær verur sem gerjun valda. 51

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.