Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Síða 50
Bakteríurnar eru alls staðar nálægar, og í jarðveginum úir
og grúir af þeim. Þar valda þær fleiri og fjölbreytilegri efna-
breytingum, en allar aðrar lífverur til samans, og yrði of
langt að telja það hér, enda er bakteríufræði jarðvegsins nú
víða skoðuð sem sérstök fræðigrein. (Vísast hér til kennslu-
bóka í almennri jarðvegsfræði og bakteríufræði (gerlafræði).
2. Geislasveppir (Actinomycetes) eru flestir þráðlaga og
mynda gró, og líkjast því nokkuð eiginlegum sveppum, t. d.
myglusveppum, en ekki er talið að sú líking bendi til skyld-
leika, enda eru geislasveppirnir líkari bakteríunum í eðli
og uppbyggingu frumanna. Geislasveppir eru algengir í
hvers konar jarðvegi. Nokkrar tegundir lifa í sambýli við
rætur og binda köfnunarefni, t. d. í rótarhnúðum elrisins.
Þá lifa nokkrir í taði, og valda líklega gerjunum í því. Ann-
ars er fremur lítið vitað um þýðingu geislasveppanna.
Um bakteríur og geislasveppi í íslenzkum jarðvegi er sama
og ekkert vitað.
3. Blágrœnupörungar (Cyanophycea) eru einnig þráðlaga,
og hafa blágrænt litarefni í frumunum, eins og nafn þeirra
bendir til, en litarefni þetta er eins konar blaðgræna, og
gegnir sama hlutverki og hún. Þrátt fyrir þetta, virðast blá-
grænuþörungar ekki vera skyldir öðrum þörungum. Tals-
vert er af blágrænuþörungum í yfirborði jarðvegsins, eink-
um ef hann er blautur og lítið gróinn. Ymsar tegundir þeirra
geta unnið kijfnunarefni loftsins, og bæta þannig jarðveginn.
Um 120 tegundir blágrænuþörunga hafa fundizt hér á
landi. (J. Boye-Petersen, 1928), en fiestar þeirra lifa í lindar-
vatni eða laugum.
JURTIR
(PLÖNTUR)
Plönturnar eru mjög margbreytilegur lífveruflokkur, og fátt
um sameiginleg einkenni. Ásamt dýrunum hafa þær full-
komnar frumur í líkama sínum, og frumuskiptingin fer fram
eftir ákveðnum, flóknum reglum, sem eru í meginatriðum
52