Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 51

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 51
eins hjá jurtum og dýrum. Það sem einkum skilur þessa tvo meginflokka lífveranna, er næringaraðferðin. Að undan- skildum sveppunum, geta allar plöntur unnið kolefnissam- bönd (sykur, mjöl, sellulósa o. fl.) úr vatni og lofti, en það gera þær með hjálp blaðgrænunnar eða grænukornanna. Að öðru leyti verða grænu plönturnar að nærast á einföldum (ólífrænum) söltum, þar sem þær hafa ekki hæfileika til að melta lífræn efni. Næringaraðferð sveppanna líkist í fljótu bragði nokkuð aðferð dýra, en sá er munurinn, að svepp- irnir melta útvortis, þ. e. láta meltingarvökvana út í um- hverfi sitt og sjúga síðan upp næringuna, þegar hún er hæfi- lega melt, en dýrin melta sem kunnugt er að jafnaði í sér- stökum meltingarfærum. Svokölluð ættliðaskipti, þar sem reglulega skiptast á kynjaðir og ókynjaðir, einlitna og tví- litna ættliðir, sem oft eru hver öðrum ólíkir í útliti, eru einnig höfuðeinkenni plantnanna. Plönturnar skiptast í nokkra flokka eða fylkingar, og til- heyra jarðvegsverurnar aðallega þessum: grœnþörungar, kisil- þörungar, sveþþir, mosar, fósturþlöntur. Verður nú greint nánar frá hverjum þessara flokka íyrir sig. 1. Grœnþörungar (Chloroþhycea) eru þráðlaga verur, með blaðgrænu, og lifa aðallega í fersku vatni. Allmikið af græn- þörungum er þó einnig á yfirborði jarðvegs, einkum á rök- um jarðvegi, og nokkuð af þeim finnst einnig ofan í mold- inni, jafnvel neðan við það sem ljósið nær. Þörungar sem þar lifa eru oftast blaðgrænulausir, og afla sér næringar á sama hátt og sveppir. Um ísl. grænþörunga er lítið vitað. 2. Kisilþörungar (Diatomea) eru flestir einfrumungar, ör- smáir, og hafa utanum sig kísilskel. Flestir eru brúnir að lit, en hafa þó blaðgrænu. Kísilþörungar eru hvarvettna nálæg- ir, í sjó, vatni og á landi, í jarðvegi og á. Lifandi og starf- andi finnast þeir þó varla nema í efsta borði jarðvegsins, þar sem ljósið nær til, en skeljar þeirra endast lengi, og finn- ast því í öllum dýptum. Um 500 kísilþörungar eru þekktir úr fersku vatni og rökum gróðri á íslandi (Östrup, 1918). 3. Sveþþir (Fungi eða Mycoþhyta) eru að frumgerð þráð- 53

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.