Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 57

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 57
óliðskiptir ormar, oftast mjög smáir, oft þráðlaga, eins og nafnið bendir til. Líkami þeirra er tiltölulega stífur, og get- ur ekki dregist saman neitt að ráði, en þó geta ormarnir framkvæmt mjög snöggar sveifluhreyfingar. Stærstu þráð- ormategundimar í jarðveginum sjást allvel með berum aug- um, en þær minnstu alls ekki. Þráðormar hafa aðlagast mjög fjölbreyttum líísskilyrðum, er þá mjög víða að finna, og oft í miklu magni. Margir eru sníkjuverur og lifa í dýrum eða jurtum, og valda ósjaldan nokkrum sköðum á þeim, en virðast þó oftar vera tiltölulega meinlausir. Kunnastur slíkra þráðorma er nálgurinn (Oxy- urus), sem lifir í endaþarmi manna. Svonefndir spóluorm- ar (Ascaris) í hestum og öðrum skepnum eru einnig þráð- ormar. Ogrynni eru af þráðormum í fjörum og í fersku vatni af öllum tegundum. Síðast en ekki sízt eru þeir svo í jarð- veginum, að því er virðist hvarvettna og við hvers konar að- stæður, og gengur fjöldi þeirra þar, næst fjölda örveranna. Þeir virðast óháðari gróðri, eða öðrum jarðvegseiginleikum en flest eða öll önnur jarðvegsdýr. Fæðuhættir jarðvegsþráðormanna eru margvíslegir, eða allt frá bakteríuætum upp í þráðormaætur, en auk þess lifa margir af lifandi eða dauðum plöntuhlutuin, og ekki er óal- gengt að þráðormar valdi sköðum á plönturótum, einkum í ræktarlöndum, þar sem massafjölgun vissra tegunda hefur átt sér stað. (I því sambandi má geta um athugun, sem gerð var á smáverulífi í kalbletti í nýrækt á Árskógsströnd sl. sumar. Þar reyndist mikill fjöldi þráðorma, en nær ekkert af öðrum dýrum.) Ekki eru menn á eitt sáttir um hlutverk þráðormanna í jarðvegsbúskapnum, né heldur um þýðingu þeirra fyrir jarð- vegsgæðin. Þó eru þeir taldir mikilvæg fæða ýmissa annarra dýra, svo sem ánamaðka. Engar teljandi rannsóknir liggja fyrir á þráðormum í ís- lenzkum jarðvegi, og ekki er mér kunnugt um að neinn hafi tekið að sér rannsóknir á þeim. Hins vegar hefur verið ritað um sníkjuþráðorma og þráðorma í fjörum. (Kreis, 1958 og 1963) 59

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.