Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 61

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 61
jarðvegi. Eru það helzt smákrabbar af flokki árfœtlinga (Co- pepoda) og blaðfœtlinga (Phyllopoda). Grápaddan (Porcellio scaber) er einnig krabbadýr, sem orðið er að algeru land- dýri. Hún er hér helzt í húsum. Krabbadýr í jarðvegi hafa ekki verið rannsökuð sérstak- lega hér á landi, en ritað hefur verið um krabbadýr í vatni. (Poulsen, 1939) Margfœtlur (Myriopoda) eru ormlaga dýr, oft með mikl- um fjölda fóta. Erlendis eru dýr af þessu tagi algeng í mosa, laufi o. s. frv., en hér eru þau fremur sjaldgæf og nær ein- göngu á Suðurlandi. (Tuxen, 1941) Kóngurlóardýr (Arachnoidea), einnig nefndar áttfætlur, er einn af stærstu og fjölskrúðugustu flokkum liðdýranna. Þau skiptast aftur í kóngurlær (Araneida) og maura (Acarina). Kóngurlærnar eru alkunnar, og þurfa ekki kynningar við. Þær lifa mest á yfirborði jarðvegsins og í gróðurtorfunni, og geta fæstar kallast eiginleg jarðvegsdýr, enda lifa þær mest á skordýrum. Maurarnir (Acarina) eru yfirleitt minni vexti en kóngur- lær, og einfaldari að útliti og allri gerð. Svo virðist helzt sem þeir hafi þróazt aftur á bak miðað við frænkur sínar, kóngur- lærnar. Er þetta einkum áberandi hjá þeim maurum, sem lifa sníkjulífi í eða á öðrum dýrum eða jurtum, en slíkir maurar eru margir til. Annars hafa maurarnir lagað sig að margvíslegum skilyrðum og er þá nær hvarvettna að finna, á landi, í fersku vatni og í sjó. Svipar þeim að þessu leyti mjög til þráðormanna, áðurnefndu. Fjöldi maurategunda hefur tekið sér bólfestu í jarðveginum, og lifir þar að stað- aldri. Eru þeir af ýmsum stærðum og gerðum, og sumir svo litlir að þeir verða alls ekki greindir með berum augum, og sumirsvo einfaldir í útliti, að þeir virðast í fljótu bragði vera örlítil kúla eða egg. Stærstu og myndarlegustu maurarnir í jarðveginum kall- ast brynjumaurar (Oribatei), enda hafa þeir utan nm sig allþykka, dökkleita skel eða brynju. Þeir hafa átta greini- lega útlimi og minna nokkuð á litlar kóngurlær. Þeir hafa verið rannsakaðir meira en flestir aðrir maurar, og eru þeir 63

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.