Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 67

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 67
SKÝRSLA UM STARFSEMI RANNSÓKNARSTOFU NORÐURLANDS FLUTT Á AÐALFUNDI RÆKTUNARFÉLAGS NORÐURLANDS í OKTÓBER 1969 Á síðasta ári (1968) fór ég til Englands á styrk frá Búnaðar- íélagi Islands. Kynntist ég þar ýmsu nýju. — Sérstaklega fannst mér það athyglisvert, að Englendingar leggja áherzlu á að tengja saman rannsóknarstarfsemi með grasrækt og búfé. Þeir segja, að ekkert sé fullsannað um notagildi á grasi og heyi fyrr en það hefur farið í gegnum skepnuna og ljóst er hvað fáist fyrir fóðrið í kjöti eða mjólk. Þetta at- riði ætti að vera okkur Islendingum til eftirbreytni; að allt þarf að fylgjast að, rannsóknir á jörð, grasi og búfé. Er nú að þessu stefnt hjá Rannsóknarstofu Norðurlands, og von- andi tekst að framfylgja þeirri stefnu til hins ýtrasta. Haustið 1968, síðastliðið haust, bárust mörg jarðvegssýni til Rannsóknarstofunnar. Hafa þau aldrei orðið fleiri á einu hausti frá því stofan tók til starfa, eða því sem næst 2500 sýni. Ur Vestur-Húnavatnssýslu kom nú í fyrsta sinn svolítið af mold, en þaðan bárust 65 sýni, sem voru efna- greind. Standa vonir til, að aukning verði á sýnatöku í Vestur-Hún. nú í haust. — Úr Austur-Húnavatnssýslu bár- ust 350 sýni. Voru þau utan af Skaga, úr jarðvegi þar sem erfitt hefur reynzt að fá grös til að spretta. Einnig var tekið úr túnum í Bólstaðahlíðarhreppi og víðar í sýslunni. Úr Skagafirði bárust hvorki meira né minna en 1350 sýni. Voru það sýni úr Lýtingsstaða-, Hofs- og Hólahreppum, enníremur úr Viðvíkursveit og nokkur sýni frá öðrunr stöð- urn. Úr Eyjafirði bárust sýni frá Svalbarðsströnd og Oxna- dal, samtals 670 sýni. Úr Þingeyjarsýslum komu hins vegar 69

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.