Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 76

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 76
Frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga: Teitur Björnsson; Hermóður Guðmundsson. Frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar: Ketill Guðjónsson; Helgi Símonarson; EggertDavíðsson. Frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga: Gísli Magnússon; Egill Bjarnason; Haukur Jörundsson. Frá Búnaðarsambandi Austur-Húnvetninga: Guðmundur Jónasson; Bjarni Jónsson. Frá Ævifélagadeild Akureyrar: Ármann Dalmannsson; Björn Þórðarson; Ólafur Jóns- son; Sigurjón Steinsson. Auk framanritaðra fulltrúa sátu fundinn: Stjórn félagsins: Steindór Steindórsson skólameistari, Jónas Kristjánsson og Jóhannes Sigvaldason. Og gestir: Guðmundur Jónsson skólastjóri, Þórarinn Lár- usson, Ævarr Hjartarson, Ólafur Vagnsson, Óskar Eiríksson, Stefán Skaftason, Stefán Þórðarson, Jón Rögnvaldsson og Eggert Ólafsson, Laxárdal. 2. Skýrsla stjórnarinnar: a) Skýrsla formanns. í upphafi máls síns minntist for- maður tveggja kvenna, þeirra Jónu Jónsdóttur og Maríu Daníelsdóttur. Þessar konur báðar unnu um langt skeið hjá Ræktunarfélaginu, Jóna við jarðyrkjustörf og María við ráðskonustörf. Þær létust báðar á þessu ári, og bað formaður fundarmenn að rísa úr sætum og votta hinum látnu heiðurs- konum virðingu. Þá skýrði formaður frá því, að ráðinn hefði verið nýr starfsmaður til félagsins, Þórarinn Lárusson fóðurefnafræð- ingur. Bauð hann Þórarinn velkominn til starfa. Formaður skýrði einnig frá því, að farið hefði verið í gegnum bækur, bréf og skjöl félagsins. Eru bækurnar nú geymdar í land- búnaðarbókasafninu hér á Akureyri en bréf og skjöl í Hér- aðsskjalasafni Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu. Þá ræddi for- maður um Ársritið og taldi það eitt fjölbreyttasta búnaðar- rit, sem nú kæmi út hérlendis. Að lokum þakkaði hann stjórn og starfsmönnum gott samstarf og vel unnin störf. 78

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.