Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 7

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 7
GRÍMUR THOMSEN 7 Vafalaust hefur íslandsminnið í Uppsölum yljað Grími um hjartarætur. Má hann þá vel hafa minnzt merkilegs fyrirlestrar síns um stöðu Islands í Skandinavíu (einkum bókmenntalegri), sem hann hafði flutt í félagi Skandínavista í Kaupmannahöfn rúmum tíu árum fyrr og hlotið maklegt hrós fyrir. Gleði Gríms og ánægja yfir þessu sjaldfengna eða nánast einstæða tækifæri til að koma fram á erlendri grund sem fulltrúi ættjarðar sinnar leynir sér hvergi og kemur meðal annars glöggt í ljós í bréfi til Sigurðar L. Jónassonar, rituðu 4. ágúst 1856. Þar segir Grímur meðal annars: „----Þar er sögunni komið, að jeg þann 9da júní fór til Uppsala með eldri og yngri vísindamönnum héðan, var það mikil gleðiferð, var þar meðal annars drukkið minni Islands, og svaraði jeg í snjallri tölu, sem góður var gerður rómur að og sem þú skalt fá að lesa, komist þú lifandi frá Spitzbergen. Þaðan fór jeg til Stockhólms og át miðdagsverð með konungi Svía í Drottningar- holms-sloti svo þú sérð að jeg hef líka etið mat með konungum og konungsefnum eins og sumir — Góð vinátta hefur tekizt með þeim Sáve dósent í Uppsölum og Grími, og skiptust þeir á bréfum, það sem eftir var ársins. Avarpar Grímur Sáve kumpánlega og þúar hann í bréfum sínum, sem honum var þó ekki mjög tamt. Grímur kom aftur til Kaupmannahafnar um miðjan júlí og hafði ekki setið þar lengi, áður en hann stakk niður penna til að skrifa þessum sænska vini sínum (23. júlí) og segja honum frá því, sem á daga hans hafði drifið frá því þeir skildu eftir Uppsalamótið, en þá hafði Grímur haldið suður eftir Svíþjóð og þaðan til Noregs og hitt marga að máli. Umrætt bréf Gríms birtist hér svohljóðandi: „Kæri Sáve, Þegar eg hef sent, eftir heimkomu mína frá Noregi 14. júlí, talsvert mörg Uppsala- og Stokkhólmsbréf, kem eg nú til þín, eins og Englendingar segja, last not least, góðvinur minn, til að rabba við þig svo sem hálfa stund. Eg byrja þá á byrjuninni eftir að hafa þakkað þér fagrar og vinsamlegar viðtökur í Uppsölum, minni Islands, sem landar mínir, einkum Gíslason, Sigurðsson og Brynjúlfsson [Konráð, Jón og Gísli] senda þér þakkir fyrir o.s.frv., o.s.frv., þá verð eg að segja þér, að á gufuskipinu frá Gautaborg til Kristjaníu var eg svo heppinn að kynnast ríkisskjalaverðinum Norrström, sem er aug-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.