Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 10

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 10
10 ANDRÉS BJÖRNSSON Svo vill líka til, að það er langtum heppilegra, þar sem það kann að verða hengt upp í lestrarsal stúdenta, og eg bið þig því vegna landa minna og sjálfs mín að túlka rétt fremur óljós orð í fyrra bréfi í samræmi við tillögu þína.“ I bréfi til Sáve 19. nóv. segir svo: „Við höfum fengið bréf Grafströms magisters, sem gladdi okkur mjög.“ Hér er vísast um að ræða þakkarbréf fyrir gjöfina, sem nú er komin á leiðarenda, þótt hún sé alls ekki að öllu leyti úr sögunni. Nokkru fyrr, eða um miðjan september, varð það til tíðinda, að Islendingar héldu fund í Kaupmannahöfn. Er frá honum greint í blaðinu Flyve-Posten 18. sept. Eins og kunnugt er, var verzlun gefin frjáls tveimur árum fyrr, 1854, og hin forna verzlunareinokun þar með úr sögunni eftir tvær og hálfa öld. Þar með var leyst eitt af baráttumálum Jóns Sigurðssonar, og voru íslendingar einmitt á þessum tíma að stíga fyrstu skrefin á skeiði nýrra verzlunarhátta. Ekki leið á löngu áður en stórveldin veittu þessari breytingu athygli og tóku að kanna þá hagnaðarmöguleika, sem þetta nýfengna frelsi og auðlindir landsins kynnu að bjóða. Svo vildi til, að þetta sama sumar 1856 gistu ísland tignir gestir. Annar var Dufferin lávarður, en Grímur Thomsen greiddi hér götu hans og léði honum fyrir leiðsögumann landa sinn Sigurð L. Jónasson, sem var enskumaður góður. Ur þeirri ferð spratt ein af skemmtilegri ferðabókum um ísland, sem lávarðurinn skráði, en annars sýnist hún ekki hafa haft stórpólitíska þýðingu, þó að Englendingar hefðu fylgzt með því, sem gerðist á íslandi, og átt við það mikil viðskipti á fyrri öldum, og raunar haft afskipti af þessari grannþjóð sinni aðeins tæpri hálfri öld fyrr. Hinn gesturinn var Frakki, Napóleon prins, og koma hans og erindi átti eftir að draga meiri dilk á eftir sér og valda talsverðum hræringum, sem auðvitað náðu til íslendinga í Kaupmannahöfn, hið svonefnda Dýrafjarðarmál, en því máli, tildrögum og endalok- um hefur Kjartan Olafsson gert ýtarleg skil í tveimur greinum í tímaritinu Sögu 1986 og 1987. íslendingafundurinn var haldinn á Borchs Collegium í jCaup- mannahöfn, boðaður af Þorleifi Guðmundssyni Repp, sem þar lagði fram tillögu til umræðu og samþykktar. Fundarefnið var tilraun Frakka til að ná auknum áhrifum á íslandi og aðstöðu til að halda þar stóran fiskiflota með fiskvinnslu á Dýrafirði. Höíðu þeir reynt að fá danskt leyfi í þessu skyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.