Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Síða 11

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Síða 11
GRÍMUR THOMSEN 11 Tillögu fundarboðandans, Repps, var stefnt gegn þessum fyrir- ætlunum Frakka. Gerði hann fyrst grein fyrir háska þeim, sem af slíku gæti staðið að koma á fót á Islandi stórkostlegri fiskvinnslu, sem er ekki aðeins andstæð gildandi lögum, en gæti auðveldlega orðið skaðleg fyrir núverandi íbúa Islands, þar sem slíkt mundi trufla eina af þýðingarmestu atvinnugreinum þjóðarinnar.“-------- Slík stofnun, sem franska stjórnin stefnir að, gæti auðveldlega náð stærð, sem yrði hættuleg sjálfstæði íslands.“ Pá ræður Repp til þess, að lagt verði fyrir konung (Friðrik VII) bænarskjal frá leikum mönnum og lærðum á Islandi, „ að Hans hátign með afli og dáð haldi þau lög, sem banna að upp verði sett á Islandi stofnun slík sem franska stjórnin fari fram á“ - „og láti ekki þetta erfðaland sitt af hendi rakna fyrir nokkurt tilboð, sem gert kynni að verða af fyrrgreindri ríkisstjórn-----“, hversu hagstætt sem það mætti sýnast. Flyve-Posten skýrir síðan nokkru nánar frá umræðum, sem urðu um tillögu Repps, og getur þess, að Jón Sigurðsson hafi andmælt tillögunni og hafi Grímur Thomsen stutt mál hans að nokkru leyti. Fjörugar umræður urðu um tillöguna og stóðu langt fram á kvöld og var þeim frestað þar til síðar að tillögu Repps. Umræður þær, sem Repp stofnaði til á Borchs Collegium 18. september, drógu langan slóða og komu víða við áður en lauk. Þó að undarlegt megi teljast, urðu þær meðal annars tilefni heiftarlegrar árásar Þorleifs Repps á Grím Thomsen vegna ferðar hans til Uppsala og ekki sízt vegna Islandskortsins fyrrnefnda, sem skenkt var Uppsalastúdentum. 26. október um haustið hefur formaður Stúdentafélagsins í Uppsölum þakkað fyrir gjöfina, Grími Thomsen - „og öðrum Islendingum í Kaupmannahöfn Rúmum mánuði síðar, (29. nóvember 1856), birtist í Flyve- Posten alllöng grein undirrituð af Þorleifi Guðmundssyni Repp. Nefnir hann þessa grein sína: Om en falsa Legatio (Um sviksamleg- an erindisrekstur). Ræðst síðan Repp að Grími með miklu offorsi fyrir skandínavisma hans, for hans til Uppsala og síðast, en ekki minnst fyrir Islandskortið, sem hann færði Uppsalastúdentum að gjöf (frá Islendingum í Káupmannahöfn). Um það athæfi að færa Uppsalastúdentum gjöfina í nafni Islendinga í Kaupmannahöfn segir Repp svo í grein sinni: „ - En hann hefur sent gjöfina eins og sjá má af sænska þakkarbréfmu í nafni Kaupmannahafnar-Islend- inga og á þeirra vegum, þótt hann vissi vel, og hlyti að vita með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.