Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Síða 16
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
Tvennar smíðalýsingar í verkum
Snorra Sturlusonar
1. Frá haddi Sijjar.
Þegar Anne Holtsmark kemur í goðafræði sinni í þætti um Loka að
frásögninni í Skáldskaparmálum af því, hví gull sé kallað haddur
Siþar, segir hún, áður en hún tekur til við endursögn hennar, að
óvíst sé, hve mikið Snorri hafi þar lagt til mála.1
Þess verður nú freistað að skyggnast ögn bak við þá frásögn.
Athyglisvert er, að Snorri nefnir ekki dæmi um gullskenning-
una haddur Siþar og það verður ekki heldur fundið í þeim
kveðskap fornum, er varðveitzt hefur. Hvort sem Snorri hefur
þekkt dæmi um þessa kenningu eða ekki, hefur hún orðið lionum
efni í merkilega frásögn. Hann hefur minnzt 43. erindis Grímnis-
mála, þar sem segir frá Ivalda sonum:
ívalda synir
gengu í árdaga
Skíðblaðni at skapa,
skipa bezt
skírum Frey,
nýtum Njarðar bur.
Og hann gerir sér lítið fvrir og eignar þeim einnig smíði
haddsins og geirsins Gungnis.
Til er svohljóðandi vísubrot eftir Snorra Sturluson:
Komk inn, þars sat svanni,
svanna vænstr, í ranni.
Gerðr leysti sú svarðar
svarðakr raðar garða.
Þ.e. sú Gerðr svarðar garða raðar: konan, sem kennd er við röð
(höfuð)svarðar garða: hið mikla hár, er fellur sem í görðum, leysti
svarðakr: var að greiða hár sitt. - Hin tvíræða merking orðsins
svörðr (höfuðsvörður/jarðarsvörður, grassvörður) verður skáld-
1 Annc Holismark: Norron mytologi. 'l'ro og mytcr i vikingctidcn. Oslo 1970. bls. 149.