Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Side 24

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Side 24
24 FINNBOGI GUÐ.MUNDSSON viðaukar Jóns Þórðarsonar sjálfs, sem hann ýmist hefur samið sjálfur eða fengið úr eldri ritum. Hér verður einungis litið í Flateyjarbókargerðina og gaman að geta þess þá um leið, að árið 1987 voru nákvæmlega sex aldir síðan sr. Jón Þórðarson ritaði meginhluta síns þáttar í bókinni, því að sr. Magnús Þórhallsson segir í kafla, er hann jók framan við bókina og er um það, hverjir konungar stýrt hafa Noregi, en þar er seinast talinn Olafur Hákonarson. „Hann [þ.e. Olafur Hákonarsonj var þá konungr, er sjá bók [þ.e. Flateyjarbók, eða hlutur Jóns í hennij var skrifuð. Þá var liðit frá hingatburð várs herra, Jesú Christi. þrettán hundruð áttatíu ok sjau ár.“ I frásögn Flateyjarbókar af smíði Ormsins langa eru stafna- og höfuðsmiðirnir orðnir tveir, Þorbergur Skaíöxson og Þorgeir stakarhöíði, og inn í öndverða frásögnina er skotið kostulegum kafla um kjalartré og Oðin hinn illa, eins og Ijóst verður af eftirfarandi frásögn Flateyjarbókar: Váru þar allir hlutir vandaðir til, en kjalartré gátu þeir eigi fengit, þat er þeim þótti heyra sakir lengdar skipsins, ok leituðust víða um. Þat var einn morgin árla, er Þorgeirr ok Þorbergr váru á fótum fyrr en aðrir menn. Þeim varð gengit þar til, sem skipit skyldi reisa. Þeir fóru þá enn hugsandi sem oftar, hvat til kjalartrésins skyldi hafa, ok gátu þá enn eigi þat fundit. Þeir sá, hvar maðr gekk, mikill vexti, skolbrúnn ok nokkut greppligr í yftrbragði, einsýnn ok ekki þýðligr. Hann kastar á þá orðum ok spyrr, hvárt mikit gangi á skipasmíðina. Þeir segja eigi þat vera. Hann spyrr, hvat því valdi. Þeir segjast eigi fá tré svá stórt né gott, at heyri til kjalarins. „Þat hefi ek spurtna," sagði hinn komni maðr, „ok hafi konungr þó látit víða um sópast. Nú megu þit ganga ok sjá lítinn tréstubba, er ek hefi hingat fiutt, ok vitið, hvárt hann gagnar til kjalarins eðr eigi.“ Þeir spurðu hann at nafni, en hann lézt Forni heita, bóndi einn ór Þrændalögum, kunningi konungs ok forn vinr. Þeir ganga þá til sjóvarins ok sjá þar fljóta lítinn bát ok furðu stórt tré, er þeir þóttust vita, at karl hefði flutt þat eftir. Þeir veltu þá upp trénu í fjörumál, ok þótti þeim karl tiltakagóðr bæði og hagtækr. Þeir hugðu þó at, ok leizt þeim vel á ok spurðu, hvat karl vildi fyrir hafa eðr hversu dýrt vera skyldi. Hann sagðist ekki meta mundu við konung, en bað þá hafa, ef þeir vildi, - „en ek mun þá heimta verð fyrir af konungi, er mér hentar at hafa.“ Fór karl á bát sinn ok reri út á fjörð, en þeir gengu heim til bæjar. Konungr vaknaði eftir venju, klæddist, gekk til kirkju ok hlýddi öllum tíðum, síðan til borða, en er drykkjuborð váru ofan, gekk konungr þar til, sem smiðirnir váru at skipsmíðinni. Þeir sögðu honum, at þeir hefði kjalartré fengit ok hversu þat var til komit. Konungr kveðst ekki vakna

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.