Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 25

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 25
TVENNAR SMÍÐALÝSINGAR 25 við Forna þenna ok bað sýna sér trét, ok svá gerðu þeir. Konungr leit á trét ok steig á í einhverjum stað ok mælti: „Höggi hér í sundr.“ Ok svá var gört, en er þat var í sundr, hrökktist þar út ór einn eitrormr. Konungr mælti: „Nú þykkjumst ek sjá, hverr Forni sjá hefir verit. Þetta hefir verið hinn illi Óðinn. Megum vér sjá, at hann hefir ætlat, at ormr sjá skyldi hrökkvast í gegnum skip várt, þá er vér værim í hafi, ok sökkva oss svá öllum niðr til grunna. Nú skal þó hafa tré þetta ok hætta á guðs forsjá, at oss dugi, því at þat er öllum Ijóst, at meira má mildi ok miskunn allsvaldanda guðs heldr en öfund ok illska fjandans ok hans erendreka, þeirra er um sitja ok öfunda allra manna velferð.“ Síðan lét konungr sækja biskup ok bað hann vígja trét, sem biskup gerði, ok eftir þat gerðu þeir kjölinn ok smíðuðu skipit. Konungr talaði: „Nú skal skipit taka nafn af ormi þessum ok skal kalla Orm, en sakir vaxtar skipsins ok lengdar, þykki mér hann heita mega Ormr hinn langi.“ Þar váru allir hlutir vandaðir til - og framhaldið síðan nær óbreytt úr Heimskringlu Snorra. Óðinn er víðar í Ólafs sögu Tryggvasonar dreginn inn í frásögn- ina með líkum hætti og hér, svona til að skapa andstæðurnar milli hinna góðu og illu afla, en jafnframt er þetta atriði í lýsingunni á smíði Ormsins til komið sem skýring og hún heldur langsótt á nafni skipsins. Lögun skipsins ein nægði til að líkja því við langan orm. En miðaldaguðfræðin leggst dýpra og sér í hinum lifandi ormi fjandann sjálfan, er sökkt fái mönnum niður til grunna, nema við honum verði séð í tæka tíð.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.