Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 30

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 30
30 NOK.KUR BRÉF ÍSLENDINGA ár og brattar brekkur og koma svo ofan í hina gestrisnu íslenzku bæi, þegar maður er orðinn lúinn af dagleiðinni. Eg segi yður allt þetta, sem í sjálfu sér er mjög ómerkilegt, af því þér segið, að þér interesserið yður fyrir skólalífmu. Ég bið yður að fyrirgefa, hvað bréf þetta er lítilfjörlegt, en það kemur af því, hvað ég á illt með að skrifa liggjandi í rúminu. Nú verð ég að fara að hætta, því klukkan er orðin næstum 7, og lengur verður ekki tekið við bréfum. Fyrir alla muni fyrirgefið þér, hvað það er stutt, en næst vona ég, að ég geti skrifað yður gott bréf. Verið svo kærast kvaddur af yðar einlægum vini Einari Benediktssyni Reykjavík, 2/9 1880. Góði hr. prófessor W. Fiske! Mikið þótti mér gaman að fá bréf frá yður, því á því sé ég, að þér eruð ekki búinn að gleyma mér, og vildi ég, að okkar „correspond- ance“ gæti varað sem lengst.- Mikið eru piltar yður þakklátir fyrir gjafir þær, er þér sendið þeim, og nú eru bækur yðar þegar farnar að gjöra „revolution“ í fyrirkomulaginu á lestrarfélagi okkar, þannig að nú er ákveðið, að stofna skuli lestrarstofu, er sé sameiginleg fyrir alla skólapilta og sem allir eiga að leggja fé til ásamt með kennurunum. Þessum peningum á að verja til þess að auka lestrarfélagið að bókum, og segir B.Olsen, að þetta eigi að vera til þess, að piltar geti notið heimsmenntunar þeirrar, sem ekki er hægt að kenna með vísinda- greinum skólans. Fyrir skömmu síðan gekk mikil kvefveiki hér í Reykjavík, og kvað svo mikið að henni, að hætt var um tíma að hafa kennslu í skólanum og flestir kennararnir lágu veikir, en nú er hún að mestu leyti bötnuð. Nú er miðsvetrar-examen í skólanum, og allir hafa mikið að lesa; mér leiðist lesturinn og hlakka mjög til að koma heim í sumar og liitta þar vini og kunningja, hér getur maður ekkert gjört sér til skemmtunar, nema ef svo ber undir, að hér sjáist fallegar stúlkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.