Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 31

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 31
TIL WILLARDS FISKES 31 Ekki held ég yður þætti gaman að vera hér á íslandi núna, því nú eru farnir að koma kuldar, frost og snjór og maður hlýtur að óska sér héðan burt, þegar maður hugsar til hinna heitari suðrænu landa, og það sem verst er, er að hér vantar allt lífsins „comfort“ og Islendingar kunna ekki að nota gæði lífsins, heldur einungis að lifa. Það er eins og þeir séu skapaðir til að vera víkingar, hér getur maður ekki fengið t.d. cigarettur, þó læknirinn leyfði manni að reykja þær. Allir urðu mjög hryggir við dauða Jóns Sigurðssonar, sem eflaust var einhver hinn mesti og bezti Islendingur, sem nokkurn- tíma hefir verið uppi; margir urðu hræddir um, að hinn nýi forseti ekki muni eins vel geta klætt hið auða sæti hans. Aður en hann dó, er sagt hann hafi beðið um að láta greftra sig í íslenzkri mold, og er það vottur þess, hve mikill „patríot“ hann var. Það kvað eiga að flytja hjónin hingað upp með næsta póstskipi. Hér er komið út blað eitt, sem heitir „Nýárskveðja til íslendinga frá Ameríku og Bretlandi hinu mikla“. Þar er í bréf, sem þér hafið skrifað í „Times“ og sem Þorlákur Johnsen hefir lagt út; öllum Islendingum þvkir gaman að lesa það, og einkum fyrir það, að þér hafið skrifað það, og það er nýr vottur þess, hve vænt yður þykir um íslendinga. Þér segið, að þér séuð veikur, og vildi ég óska þess af heilum hug, að yður batnaði bráðlega. Ég hlakka mjög til, þegar þér komið aftur hingað upp til íslands og einkum, ef þér gætuð komið heim til mín að Héðinshöfða, svo mér gæfist tækifæri á að hafa þá ánægju að tala meira við yður en ég gjörði í haust. Nú ætla ég að kveðja yður og biðja Fortunam að gefa yður bráðan bata og vil svo jafnan mega heita yðar einlægur vin, E. Benediktsson.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.