Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 35

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Qupperneq 35
NANNA ÓLAFSDÓTTIR Halldóra Bjarnadóttir heimilisiðnaðarráðunautur „Bara að við œttum eina Halldóru “ Jóannes Paturson kóngsbóndi í Færeyjum Halldóra Bjarnadóttir er dæmigerð fyrir svonefnda aldamótakyn- slóð, sem hét því að vinna Islandi allt. Með þeim orðum lýkur hún formála að ævisögu sinni eins og hún las hana fyrir skrásetjara sínum Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni rithöfundi og blaðamanni. Og þegar maður hefur legið yfir ævisögunni og bréfaflóðinu o.fl., þá verður niðurstaðan sú, að samkvæmt þessu heiti starfaði Halldóra Bjarnadóttir sína lengstu ævi allra Islendinga, sem um er vitað. Halldóra Bjarnadóttir var af húnvetnsku bændafólki, fædd 14. október 1873 í Ási í Vatnsdal, sem var óðalsjörð forfeðra hennar frá því um 1800, er langafi hennar Guðmundur Halldórsson frá Kýrholti í Skagafirði bauð í jörðina og var slegin hún fyrir 800 ríkisdali. Kona hans var Halldóra Bjarnadóttir frá Holti í Svínadal, skörungur mikill, gáfuð og skáldmælt. Hún var systir Björns á Brandsstöðum, höfundar Brandsstaðaannáls. Börn þeirra hjóna urðu átta þ. á m. Jónas, en sonur hans var Bjarni faðir Halldóru, f. 21/7 1848. Þá er að geta móður Halldóru. Hún var Björg Jónsdóttir, fædd í Háagerði á Skagaströnd 29. ágúst 1844, dóttir Jóns Jónssonar bónda frá Finnsstöðum á Skagaströnd og Guðríðar Olafsdóttur b'á Harastöðum. Það sinn fæddust í Háagerði tvíburar, stúlkur og voru báðar nefndar Björg, sem var algengt nafn í ættinni. Stein- unn systir Guðríðar sat yfir systur sinni sem jafnan áður. Hún hafði verið prestskona á Hofi á Skagaströnd, gift séra Árna Hlugasyni og átti ekki annað barn á lífi en Jón Árnason þjóðsagna- safnara, sem síðar varð. Maddama Steinunn tók nú annan tvíburann heim með sér og ól hann upp sem sitt eigið barn. Björg þessi varð móðir Halldóru Bjarnadóttur. Jón Árnason og Björg voru því systrabörn (og uppeldissystkin).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.