Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Side 42
42
NANNA ÓLAFSDÓTTIR
bæjarbúum hinn mesti óþarfi, „en vildu láta kenna dönsku sem
mest“. Heimilin áttu að sjá um handavinnukennslu. Halldóra
Bjarnadóttir liafði próf í handavinnukennslu. Hún segir: Tilætl-
unin með handavinnukennslunni er að temja huga og hönd
nemendanna við verkleg störf og hefja þau í áliti foreldra og barna
með því að taka þau upp meðal námsgreinanna.
Þegar Halldóra Bjarnadóttir kom að Akureyrarskólanum,
beindi hún nöfnu sinni, Halldóru Vigfúsdóttur, til Noregs til náms
í föndri, bastvinnu og spónavinnu. Það þekktist ekki í Barnaskóla
Reykjavíkur. Einnig kenndi Halldóra Vigfúsdóttir börnunum að
hnýta innkaupanet, gera snúrur, körfur úr basti o.fl. Fólk virtist
taka þessari nýjung vel, börnin voru svo ánægð.
Börnin voru líka látin teikna mikið, t.d. löndin, sem þau voru að
læra um í landafræðinni.
Eyþór Thorarensen fyrrv. apótekari á Akureyri sagði: „Bæði
strákar og stelpur voru látin prjóna illeppa, handstúkur og jafnvel
vettlinga. Halldóra kenndi sjálf heilsufræði og lét skrifa upp
hreinlætisreglur. Hún gekk ríkt eftir, að þeim reglum væri fram-
fylgt, hún var kröfuhörð um hreinlæti og alla snyrtimennsku í
framkomu og klæðaburði.“ Eyþór sagði Halldóru Bjarnadóttur
góða og gagnmerka konu.
„A vorin voru sýningar á handavinnu nemenda í sambandi við
vorprófm. Þær gáfu góða raun og voru vel sóttar. Andúðin gegn
handavinnu hvarf smám saman.“
Arið 1911 átti að efna til stórrar handavinnusýningar í Reykja-
vík í tilefni aldarafmælis Jóns Sigurðssonar. Halldóra sagði börn-
unum frá þessu og að þau ættu að taka þátt í sýningunni. Þetta
þóttu góðar fréttir. Börnin lögðu sig fram um að gera sem besta
muni, sýningunni að norðan var vel tekið í Revkjavík.
Þá kom Halldóra því nýmæli á, að börnin fengju tannskoðun og
kennslu tannlæknis (Friðjóns Jenssonar) í að hirða og bursta
tennurnar. Var farið með einn bekk í einu til tannlæknisins. Hann
benti á að nota tannkrít og skola munninn rækilega upp úr volgu
saltvatni til að styrkja tannholdið.
Þessi tannlæknisskoðun var börnunum að kostnaðarlausu. Bæj-
arsjóður greiddi tannlækninum þóknun.
Þetta var óþekkt hér á landi.
Þegar Halldóra kom að skólanum, átti hann ekkert bókasafn, og
hana langaði til að fá Islendingasögurnar og 12 Nýja-Testamenti.
Guðlaugur sýslumaður og formaður skólanefndar samþykkti það