Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 50

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 50
50 NANNA ÓLAFSDÓTTIR veru sína þar og komst þannig að því, hvernig þeim líkaði. Hún var alltaf reiðubúin að ræða mál, sem að var fundið. Svona var Halldóra Bjarnadóttir, vildi ræða og leysa öll mál friðsamlega. Hún lét þær líka skrifa um, hvað þær vildu verða, og studdi þær með ráðum og dáð. Og mörg stúlkan komst í nám fyrir atbeina Halldóru Bjarnadóttur. Hún var svo glögg að gera sér grein fyrir, hvað í stúlkunum bjó. Ragnheiður O. Björnsson kom í vikutíma á hverjum vetri og kenndi vikivaka. Halldóra lét stúlkurnar gera kembuteppi eins og tíðkaðist í Kanada og gefa Ragnheiði. Þau voru eins hlý og dúnteppi. Að mínu mati var Halldóra Bjarnadóttir slík afburðamann- eskja að allri gerð, að hennar líkar fæðast varla nema með margra alda millibili.“ „Öllum viðmælendum ber saman um,1 að Halldóra Bjarnadóttir hafi verið mjög glæsileg í sjón, há, grönn, teinrétt og fyrirmannleg í fasi, ljóshærð, bláeyg og norræn í útliti. „Það var viss elegans yfir henni“ segir Ragnheiður O. Björnsson, „en hún virkaði svolítið svona eins og köld „lady“, en hún breyttist mikið með árunum--------- þá var þetta allt önnur Halldóra, svo ljúf og blíð“.----. „Allt hennar starf var þrautskipulagt, hvaðeina hafði sinn tíma,“ segir 16 ára stúlka, sem var hjá henni á Mólandi í Glerárþorpi. „Hún átti sína skjólstæðinga þar, þá sem voru einmana og heilsulitlir. Oft var gestkvæmt hjá Halldóru á Mólandi, innlendir og erlendir, mjög mikið af Vestur-íslendingum.“ „Sigríður nrín! Þú heldur fund á fimmtudagskvöldið. Þið hafið kafli, og viltu biðja konurnar að halda á með sér því, sem þær eru að gera í sæti sínu. Eg ætla svo að gista hjá þér góða.“ Þetta er fyrirskipun Halldóru Bjarnadóttur til móður minnar Sigríðar Guðnadóttur, sem þá var formaður Kvenfélagsins Einingar á Skagaströnd. Móðir mín var með stórt heimili. Halldóra hefur verið 83 ára, þá orðin vistkona á ellideild Héraðshælis Austur-Húnvetninga, en þar var hún fram yfir 100 ára afmælið, síðan á sjúkradeild, alls 25 ár á Héraðshæli Austur-Húnvetninga. Mér fannst Halldóra frek og stjórnsöm. Það fannst reyndar fleirum. Eg hef verið 26 ára, þegar þetta var! Eg átti síðan eftir að vinna á sjúkrahúsinu, og sýn 1 Jenny Karlsdóttir og Þórdís Ingvadóttir: Halldóra Bjarnadóttir og störf hennar að skólamálum. Óársett ritgerð til réttindanáms í Kennaraháskóla íslands.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.