Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 60

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 60
60 ÚR BRÉFUM Reykjavík, 7/4 ’39 Frá Theodóru Thoroddsen Kæra fröken Halldóra! Jeg þakka yður kærlega nýfengið bréf. Jeg get, því miður, ekki orðið yður að miklu liði. „Gitterjave“ er hjer ófáanlegr. Það sem jeg hef saumað af sprangi er allt komið út og suður, en ofurlítið horn, sem jeg fann í rusli mínu sendi jeg yður, og set í það fáein spor til að sýna aðferð saumsins. Efnið sem þjer senduð mjer, sje jeg ekki tök á að nota í sprang. Slíkt efni fæst hjer, og er mest notað til að hekla í það garni í púða, eða þá í Stores... Desjarmýri, Borgarfj.hr. N.-Múl., 27. júlí 1939 Bréffrá Ingunni J. Ingvarsdóttur Góða fröken Halldóra! Þakka vinsamlegt tilskrif frá Bergen og góðar og hugulsamar bendingar viðvíkjandi gúmmíprjónunum. Þér óskið eftir að fá fréttir af vefnaðarnámskeiði okkar, og vil ég gjarnan verða við þeim tilmælum. Eins og yður mun kunnugt, hefir kvenfélagið hér gengist fyrir vefnaðarnámskeiðum tvo síðastliðna vetur og hefir S.A.K. [Sam- band austfirska kvenna] styrkt þau og útvegað kennslukonur. Hvort námskeiðið stóð 2 mánuði. Tilgangur með námskeiðum þessum var að endurreisa vefnað- inn hér í sveitinni, sem algerlega var fallinn niður tvo síðustu áratugina. Kvað svo rammt að því, að fjöldinn af unga fólkinu hafði ekki svo mikið sem séð vefstól. Námskeiðunum var þó tekið með mjög mikilli ánægju og áhuga. Urðu umsóknir að þeim meiri en hægt var að fullnægja einkum því síðara. Reyndust nemendur að sögn kennslukvenna bæði lagnir og ástundunarsamir og höfðu ánægju af starfmu, enda samvinna milli kennara og nemenda hin besta. Þá voru húsmæður er í hlut áttu ekki síður ánægðar, því að eftir ástæðum var vefnaðurinn bæði mikill og eigulegur. Voru einkum ofnar ábreiður yfir rúm og legubekki, gluggatjöld og ýmiss konar einfaldari vefnaður.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.