Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Side 65

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Side 65
TIL HALLDÓRU BJARNADÓTTUR 65 Garði, S.-Þinff. 2. ian. 1944 Bréf frá Matthildi Halldórsdóttur Kæra vinkona mín! Guð gefi þér gott og farsælt nýbvrjað ár. Eg ætlaði alltaf að skrifa þér fyrir jólin, en það varð ýmislegt eftir af því, sem ég ætlaði mér að gera, það var margt, sem taíði og heilsan léleg. Hún hefur reynst þung í sveitunum þessi inflúensa, margir svo lengi að ná sér. Ekki erum við Kristjana líkt því jafn góðar, og sama segja margir. Nú er blessuð tengdamóðir mín horfm, manni finnst tómlegt. Þó að hún væri orðin mikill vesalingur á líkamanum, þá var hún alltaf þetta blessaða ljós, sem aldrei kvartaði eða fann að neinu og virtist alltaf ánægð og glöð. Þegar ég var stundum að segja við hana, að hún ætti ekki eins gott hjá okkur og hún ætti skilið, þá sagði hún: „Eg veit ekki, hvurnig ég ætti að eiga betra.“ Þó vissum við, að mörgu var ábótavant, of lítið lesið fvrir hana og margt fleira. Vísur og heil kvæði haíði hún fyrir mig fram í andlátið. Hugsaðu þér, hvað gott er að umgangast svona manneskju, sem alltaf er glöð og þakklát fyrir allt, sem er gert fyrir hana, eða sumar manneskjur, sem ómögulegt er að gera til hæfis, hvernig sem revnt er og þeim líður alltaf illa. Guðný var búin að vera blind í 25 ár. Hún var jarðsett 14. desember, giftingardaginn okkar hjónanna, var 14. desember fyrir réttum 30 árum. Það leit ekki vel út fyrir okkur með undirbúning undir jarðar- förina, við sárlasnar og gátum litlu við okkur bætt. Við gátum ekki fengið okkur til að biðja neina, því að alls staðar var lasleiki og fólksekla, en konurnar drifu að sem sjálfboðaliðar og allt gekk lljótt og vel, og enginn hafði illt af svo ég viti, hvurki af að hjálpa okkur eða af því að fara að jarðarförinni, þó lasnir væru. Við þökkum þér innilega samúðarskeytið. Guðný [jónsdóttirj mundi þig alltaf og var hrifin af starfi þínu. Þegar ég skilaði kveðju frá þér til hennar, sagði hún: „Guð blessi hana ævinlega.“ Sú blessun fylgir þér alltaf. Eg er nýbúin að lesa kvæðin til þín, sem eru í Degi. Eg er þeim alveg sammála, vil ég svo kveðja þig með orðum Helga Valtýssonar: Gleðji þig guð og blessi og geymi þig Halldóra mín. pess óskar þín vinkona, Matthildur Halldórsdóttir Ég þakka þér innilega gamla árið. Maðurinn minn biður kær- lega að heilsa þér og óskar þér góðs og gleðilegs árs og þakkar þér það liðna. 5

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.