Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 71

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 71
TIL HALLDÓRU BJARNADÓTTUR 71 Heklugoss 29. mars, að kveikja varð ljós yfir matborði um hádegi og ekki sást til sólar í heiðskíru veðri fyrr en kl. 5, og varð haglaust fyrir búfénað í margar vikur vegna öskufalls, en þessu var tekið með jafnaðargeði og stillingu. En ekki fannst mér það vera til að telja kjark í fólk, er þetta var að dynja yfir, er útvarpið tók til að þylja upp þær hörmungar, er áður höíðu dunið yfir þessa þjóð. Maður veit aldrei, hvað getur orðið og ekki allir svo sterkir, er búa í nánd við þennan vágest. Nú síðustu daga hefur verið talsvert öskufall hér, en maður er nú alltaf að vona þetta taki enda og guðshönd verndi okkar kæra land. 16/12 1947 Bréf frá Sigurbjörgu Björnsdóttur, Deildartungu Eg óska þér innilega til hamingju með afmælisbarnið, það er Hlín 30 ára. Það þarf mikla elju og hagsýni til þess að halda úti ódýrasta ársriti landsins í 30 ár og gera það jafn vel og notalega úr garði og Hlín. Slíkt er ekki á allra færi. Eg held, að það geti enginn nema Halldóra Bjarnadóttir. Langlífi Hlínar ber líka vinsældum hennar vitni, en þær öðlast enginn fyrir ekki neitt. Það eru ekki mörg rit nú á dögum, sem bera með sér þann hlýja holla blæ sem hún. Þar miðar allt að því að efla og viðhalda þeim verðmætum, sem best hafa dugað íslensku þjóðinni „gegnum sælu, sorg og voða“ liðinna ára og alda. Hún er unnandi allra sannra framfara, en um leið vörður fornra dyggða og þjóðlegra verðmæta. Ég þakka henni starfið og óska að eiga eftir að njóta ánægjunnar af að lesa hana lengi enn. Skeggjastöðum, 22. ágúst 1949 Bréf frá Þóreyju Brynjólfsdóttur Kæra Halldóra! Eg hitti í sumar Jónínu frá Geirólfsstöðum, barst þá í tal á milli okkar, að þig hefði langað til að fá mynd af mottu unna af Einari Hallssyni, sem er hér til heimilis hjá mér, og sagði hún ennfremur, að þig myndi langa til að eignast eina slíka úr hrosshári og það líka með, að þú hefðir gjarnan viljað fá mynd af honum einnig, en hann er nú lítið gefinn fyrir að láta mikið bera á sér út á við.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.