Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Side 74
74
ÚR BRÉFUM
Holti, 2. mars 1952
Bréffrá Ingiríði Arnadóttur
Ég þakka fyrir Hlín og Barnabókina, ég fékk hana á Þorláks-
messu. Það er alltaf hressilegt að lesa hana í skammdeginu. Margt
segið þið til fróðleiks og skemmtunar, og mörgu góðu koma
konurnar til leiðar. Já mikill er máttur samtakanna, og engum
eigum við jafn mikið að þakka og Halldóru Bjarnadóttur, þú hefir
kennt konum að starfa saman og vakið áhuga þeirra á heimilisiðn.
Gaman væri að geta séð tóvinnuna hjá þér á Svalbarði.
Ég óska þess, að við mættum eiga þig sem lengst að heila og
glaða.
Miklubraut 82, Rvk. 22/5 1953
Bréf frá Matthildi Jóhannesdóttur
Þá er maður kominn í skarkalann í borginni. Það eru viðbrigði
eftir að lifa í sveit mikið af sinni ævi. Ég lét síðustu kúna mína í
haust, og það var ekki sársaukalaust, en bót í máli hún fór í góðan
stað hér í nágrenni, í Fossvoginn, ég fer stundum að sjá hana, hún
þekkir mig alltaf. Mér finnst það vera sálrænt að fylgjast með
skepnunum og sjá þeim líða vel, og maður missir mikið að geta
ekki verið félagi þeirra. Setjast á góðhest og fara ferða sinna út í
náttúruna, það eru þær unaðslegustu stundir, sem (ég) hef lifað á
minni ævi.
Kverngrjóti, Saurbæjarhr., Dalas., 15. apríl 1954
Bréf frá Sigríði Guðmundsdóttur
Kæra Halldóra mín!
Þakka þér innilega fyrir Hlín. Hún er mér meir en skemmtilest-
ur, hún færir okkur margþættan fróðleik að ógleymdum gömlu
þulunum og ljóðunum, sem hún varðveitir frá gleymsku. Mér
fannst þar heilsa gamlir bernskuvinir. Heima hjá foreldrum
mínum var margt eldra fólk, sem þessi ljóð lágu svo létt á tungu. Ég
hef oft óskað, að börn nútímans, sem svo mikið og margt fá að
læra, hlustuðu með jafn mikilli hrifni og við gerðum fyrir 60-70
árum á þessi gömlu fræði. A hljóðum rökkurstundum.