Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 77
TIL HALLDÓRU BJARNADÓTTUR
77
Og þá var að fara, en sársaukalaust var það ekki fyrir neinn
hlutaðeiganda. Móðir mín ljet lesa á kvöldvökum, hjelt mikið upp
á Noregskóngasögur og Islendinga, en Sturlungu vildi hún ekki
sjá, hún var aldrei lesin, en mikið af skrifuðu, ekki síður en
prentuðu, og varð ekki til vandræða.
Pað er satt sem þú segir, Sigurður, þegar öllu var sópað til
Rvíkur og Hafnar, hvað varð svo af þessu gamla úr sveitunum.
Jeg er að lesa bókina þína: Lesbókina, 44 ára, þökk sje Hagalín
sem benti okkur á hana, gulltöflur. Kærar þakkir!
Petta átti að verða langt brjef, en pósturinn bíður.
Óska ykkur alls góðs. Guðs blessunar. - Frið í heimi!
Ykkar vinkona,
Halldóra.
Skrifa betra brjef síðar.