Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 83
LANDSBÓKASAFNIÐ 1988
83
Bréf frá Guðrúnu Stephensen í Vatnsfírði 22.7. 1895. Gjöf
Kristínar Jónasdóttur.
Félagið „Apotekari Michael Lund“. Fundargerðabók 1904—06.
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur aíhenti, en bókin komin til
hans frá Eðvarði Hallgrímssyni trésmið á Skagaströnd, upphaf-
lega úr fórum afa hans, Jónasar Björnssonar, bróður Guðmundar
Björnssonar landlæknis, sem var einn af stofnendum félagsins.
Gunnar Sverrisson aílienti handrit (vélrit) að greinum og kvæð-
um eftir sig, er kom til viðbótar handritum, er hann aíhenti
tveimur árum fyrr.
Frú Ellen Sighvatsson afhenti ýmis gögn, m.a. kistu með gögn-
um Skíðafélags Reykjavíkur. Ennfremur gögn félagsins „Anglia“,
The Anglo-Icelandic Society.
Hólmfríður og Dóra Sigurjónsdætur færðu safninu ýmis gögn
varðandi Jón Eiríksson, Stóra-Armóti í Flóa, þájörð o.fl.
Eiginhandarskrá Porsteins Konráðssonar um sönglög, höfunda
þeirra og texta í blöðum og tímaritum Landsbókasafns. Bragi
Kristjónsson gaf um hendur Tómásar Helgasonar.
Sigfús Daðason afhenti fyrir sína hönd og Þorsteins Guðjóns-
sonar prentsmiðjuhandrit að „Sumarstað í tilverunni“, „Bréfi til
Steinunnar“ og „Rásum dægranna“ (1. hluta) eftir Málfríði Einars-
dóttur.
Ræxna. Myndir af nokkrum ólánsmönnum íslenzku þjóðarinn-
ar. Eftir Sigurð Thoroddsen verkfræðing. Gjöf höfundar um
hendur dóttur hans, Guðbjargar Thoroddsen.
Stefán J. Helgason, Selkirk, Manitoba, gaf tvö kver, 1) Draum-
sjónir o.fl. m.h. Arna Eyjólfssonar á Arnarstapa, 2) Samtal Goð-
dalakirkju og Fordamus og Nýársóskir, ortar af Sigurði Helgasyni
til sr. Vernharðs Þorkelssonar.
Sigurður Gunnarsson skólastjóri frá Skógum í Öxarfirði af-
henti handrit Svöfu Þorleifsdóttur frá Skinnastað að útvarpser-
indum, greinum o.fl., sbr. „Gull í lófa framtíðar“, sem út kom
1987. Þessu fylgdi dagbók sr. Þorleifs Jónssonar, föður Svöfu, 1.
jan. 1892- 31. des. 1984, brot úr bréfabók hans o.fl.
Sigurlaug Gunnlaugsdóttir afhenti „gögn Vietnam-nefndar-
innar“.
Jón Samsonarson afhenti „Dagbók Gunnlaugs Haraldssonar,
Akureyri, 1904—1905“ og Rímur af Friðþjófi hinum Frækna
Þórsteinssyni, kveðnar af Mr. Brynjólfi Halldórssyni“. Haraldur
Bessason prófessor hafði aíhent Jóni þessi gögn.