Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Síða 28

Frjáls verslun - 01.05.1995, Síða 28
MARKAÐSMAL orðinn einn stærsti viðskiptavinur- inn. ADIDAS Fyrirtækið Sportmenn h.f. eru með Adidas-umboðið, og samkvæmt heimildum þeirra fékk Björgvin Schram umboð fyrir merkið á sjötta áratugnum. Asmundur Vilhelmsson hjá umboðinu segir helstu íþróttavör- ur fyrirtækisins vera Adidas skó og -galla fyrir alla aldurshópa, en áhersla sé lögð á knattspymu-, handbolta- og hlaupaskó, auk þess að einnig sé núna lögð áhersla á körfuboltann. Mark- aðssetning hefur verið fólgin í að vera með sterk lið á samningi og íþrótta- menn í fremstu röð, en þeim er ekki borgað fyrir að vera í vörunum. Framleiðandinn styður umboðið að litlu leyti, og þá aðallega í gegnum markaðssetningu og kynningu í gegn- um landslið, en ekki íslensk félagslið. Markaðssetningin og auglýsingar eru m.a. famar að felast í að nota afreks- fólk fyrri tíma, eins og tugþrautar- kappann Daley Thompson, sprett- hlauparann Jessie Owens og boxar- ann Mouhammed Ali. Sala Adidasvaranna hér á landi hef- ur verið mjög góð að sögn Ásmundar, ■■■■■■■■■■■■ Ásmundur Vilhelmsson hjá Sportmönnum hf. Fyrirtækið er með Adidas-umboðið. Eftir svo- litla lægð er Adidas-merkið í mikilli sókn um allan heim, sér- staklega í Bandaríkjunum. og eru áherslurnar á vörur með mikil gæði; hafa búninga þægilega og vera með fjölbreytta línu þar sem mikið er um að velja. Ásmundur benti einnig á að Adidas væri í tísku meðal unglinga, t.d. skótegundir eins og Adidas Gazella og Adidas Superstar. „Fyrir hið stóra fyrirtæki Adidas er ísland lítill markaður og því erfitt fyrir ísland að fá vörur í litlu magni á réttum tíma. Við erum háðir öðrum Norðurlöndum hvað þau taka inn og skiptir Noregur þar mestu í því sambandi," sagði Ás- mundur. Samkvæmt upplýsingum umboðsins hefur sala Adidas íheimin- um aukist um 22% og á bandaríska markaðnum um 62% og að þeirra mati er þetta talið mest að þakka „or- iginal“-vörunum frá fyrri tíma og „street-ball“-keppnunum, en Adidas er einmitt komið í NBA-körfubolta- deildina bandarísku. DUNLOP, NIKE Austurbakki h.f. er umboðsaðili Nike-merkisins í íþróttavörum á ís- landi og er einnig með umboð fyrir Dunlop-vörur í golfi, tennis, borð- tennis og veggjatennis. Auk þessa er fyrirtækið með umboð fyrir fleiri merki eins og ABM-íþróttafatnað, Champion-íþróttafatnað úr bómull, Danskin-ballett- og leikfimifatnað, Spalding-golf og körfubolta og Wil- son-tennis-, golf- og körfubolta. Markaðssetning Nike var erfið í byrj- un, en með því að opna litla íþrótta- vöruverslun í húsi umboðsins og opna verslunina Frísport við Laugaveg, sem hefur verið flaggskip Nike á ís- landi, hafa hjólin farið að snúast og í dag er Nike stærsta íþróttavöru- merkið með markaðshlutdeild upp á sennilega um 35 til 38%, samkvæmt könnun. í markaðssetningu var byrj- að í frjálsum íþróttum og körfubolta, þar sem Nike er mjög sterkt, og svo var ráðist á hverja íþróttagreinina á fætur annarri. „Fyrirtækið hefur verið brautryðjandi varðandi golf- íþróttina," segir Ámi og byijaði á að selja stakar kylfur og vann fyrirtækið töluvert brautryðjandastarf í borð- tennis, m.a. með uppsetningu borða í Laugardalshöll, og telur Ámi að fyrsta mótið hafi verið haldið að til- stuðlan fyrirtækisins. Hvað tennis varðar, þá hélt fyrir- tækið einnig fyrsta tennismótið sem haldið var eftir 20 ára hlé. Með FH- ingum studdi fyrirtækið einnig fyrsta maraþonið ’82, sem haldið var í Hafn- arfirði. „Við höfum komið víða við,“ Árni Ámason, eigandi og fram- kvæmdastjóri Austurbakka hf. Fyrirtækið er með umboð fyrir ýmis þekkt merki. Þeirra þekkt- ast er Nike en það er með mestu markaðshlutdeild allra íþrótta- merkja á íslandi. ■ Halldór Jensson hjá Ágústi Ár- mann hf. Fyrirtækið er með Puma-umboðið. Merkið er þekkt innan knattspyrnunnar en nú er aðalsalan í hlaupaskóm. 28

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.