Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Page 59

Frjáls verslun - 01.05.1995, Page 59
breska sendiráðið sem benti á að slysið hefði verið tekið upp í breska þinginu. Þingmaður að nafni Robert Maxwell Hislop gagnrýndi þar hinn hættulega vegakafla þar sem slysið hafði átt sér stað. Það var haft sam- band við þingmanninn. „Hann benti á Paul Horsey, sem þá var einn eigenda lögmannsstofunnar Bevan Ashford, sem er aðili og raunar frumkvöðull að Advoc. Úr varð að Christopher Palm- er tók málið að sér fyrir hönd stofunn- ar. Þar með var ég kominn í samband við stofu innan Advoc og mér var ljóst að ég þurfti aðgengi að áreiðanlegum samböndum á erlendum vettvangi." AÐILIAÐ ADVOC í AÞENU1992 „Við stóðum frammi fyrir ýmsum kostum, eins og til að mynda að vera á nafnalistum erlendis, svipað og á gulu síðunum í símaskránni. En þar er undir hælinn lagt hvemig firma maður lendir á - þ.e.a.s. hversu góð þjón- usta þess er. Richard van Oppen sendi mér gögn um Advoc og kom hingað til lands í febrúar 1992. Hann tók stofuna út og kannaði feril hennar og í framhaldi af því var Almennu mál- flutningsstofunni hf. boðin aðild að Advoc og var hún tekin inn í samstarf- ið á aðalfundi samtakanna í Aþenu sama ár,“ segir Hróbjartur. Hjólin í erlendu samstarfi voru farin að snúast. Sem dæmi um eðli sam- starfsins má nefna að íslensk við- skiptakona settist að í Hollandi með það í huga að koma á fót verslun og heildsölu. Advoc-stofan þar í landi tók að sér að aðstoða hana. Þá má nefna að íslensk kona, sem var gift Eng- lendingi, stóð í skilnaðarmáli þar í landi. Hún átti í erfiðleikum með að komast í samband við lögfræðinga og bað um aðstoð. Enska stofan Bevan Ashford tók að sér að annast hennar hagsmuni. Þá má nefna að Islending- um í Austurríki var vísað af hóteli. Þeim fannst brotið á rétti sínum og höfðu samband og austurrískur sam- starfsaðili tók að sér að gæta hags- muna þeirra og leystist málið farsæl- lega.“ NORSKT FIRMA SAMÞYKKT í REYKJAVÍK „Hugmyndin er að geta boðið gæðaþjónustu hvar sem er í Evrópu. Þá má nefna að í Beirut, Líbanon, er Advoc-aðili með tengsl inn í Araba- heiminn. Spánskar Advoc-stofur hafa tengsl til S-Ameríku og portúgalskar til BraziKu. Þá hefur Advoc Asía verið stofnuð. Samskipti við Bandaríkin eru til skoðunar. Stór bandarísk stofa, Thompson, Hine & Flory, hefur lýst áhuga á aðild og lögfræðingar á þeirra vegum voru hér í Reykjavík. Hins vegar eru margar aðildarstofur með samstarfsaðila í Bandaríkjunum og menn leita samkomulags um með hvaða hætti skuli koma koma Advoc á laggirnar vestanhafs. Það er óhjá- kvæmilegt, að mínu viti, að Advoc- net verði ofið í Bandaríkjunum. Hins vegar er það ásetningur Advoc nú, að festa í sessi þann ávinning, sem náðst hefur, og ekki endilega að færa frekar út kvíarnar. Það má segja að í Reykja- vík hafi Evrópu verið lokað með því að norsk stofa fékk aðild að samtök- unum. Advoc er í öllum helstu fjár- mála- og viðskiptaborgum Evrópu. Nú vilja menn beina sjónum inn á við, Magnús Pálsson, viðskiptafræðing- ur, var með erindi um gæði á skrif- stofunni. - styrkja samstarfið," segir Hróbjart- ur. GÆÐAMÁL í BRENNIDEPLI Ráðstefnan í Reykjavík snérist um gæði þeirrar þjónustu sem Advoc- stofur veita. Lögfræðingarnir litu í eigin barm með það markmið að bæta þjónustu við skjólstæðinga sína. Garðar Ö Gíslason, hæstaréttardóm- ari, flutti erindi um íslenskt réttarfar, Magnús Pálsson, viðskiptafræðing- ur, um gæði á skrifstofunni, Sigurjón Pétursson hjá Sjóvá Almennum var með erindi um gæði lögfræðiþjónustu séð frá sjónarhóli neytandans og Leslie Jacobs frá Thompson, Hine & Flory ræddi um um gæðamál í banda- rískum lögfræðifirmum. LÖGFRÆÐISTOFA ER ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI „Auðvitað er það ávallt svo að mis- tök eigi sér stað, en það er mikilvægt að lögfræðingar sem aðrir leiti ávallt leiða til þess að koma í veg fyrir þau,“ segir Hróbjartur og bætir við: „Sú umræða sem fór fram um gæðamál var ákaflega gagnleg og styrkir mjög innviði samstarfsins og er liður í að móta enn frekar vinnureglur og bæta gæði. Menn verða ávallt að vera á varðbergi og leita leiða til þess að bæta þjónustu sína. Ég hef alltaf litið á lögfræðistofu sem fyrirtæki, sem veiti þjónustu, fremur en firma utan um nafn lögfræðings. Og um það snýst Advoc - um gæði. Þá getum við sent okkar lögfræðinga tímabundið til nokkurs konar námsdvalar á Advoc- stofum erlendis og geta þeir þannig aflað sér þekkingar á afmörkuðum sviðum lögfræði." 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.