Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.05.1995, Qupperneq 59
breska sendiráðið sem benti á að slysið hefði verið tekið upp í breska þinginu. Þingmaður að nafni Robert Maxwell Hislop gagnrýndi þar hinn hættulega vegakafla þar sem slysið hafði átt sér stað. Það var haft sam- band við þingmanninn. „Hann benti á Paul Horsey, sem þá var einn eigenda lögmannsstofunnar Bevan Ashford, sem er aðili og raunar frumkvöðull að Advoc. Úr varð að Christopher Palm- er tók málið að sér fyrir hönd stofunn- ar. Þar með var ég kominn í samband við stofu innan Advoc og mér var ljóst að ég þurfti aðgengi að áreiðanlegum samböndum á erlendum vettvangi." AÐILIAÐ ADVOC í AÞENU1992 „Við stóðum frammi fyrir ýmsum kostum, eins og til að mynda að vera á nafnalistum erlendis, svipað og á gulu síðunum í símaskránni. En þar er undir hælinn lagt hvemig firma maður lendir á - þ.e.a.s. hversu góð þjón- usta þess er. Richard van Oppen sendi mér gögn um Advoc og kom hingað til lands í febrúar 1992. Hann tók stofuna út og kannaði feril hennar og í framhaldi af því var Almennu mál- flutningsstofunni hf. boðin aðild að Advoc og var hún tekin inn í samstarf- ið á aðalfundi samtakanna í Aþenu sama ár,“ segir Hróbjartur. Hjólin í erlendu samstarfi voru farin að snúast. Sem dæmi um eðli sam- starfsins má nefna að íslensk við- skiptakona settist að í Hollandi með það í huga að koma á fót verslun og heildsölu. Advoc-stofan þar í landi tók að sér að aðstoða hana. Þá má nefna að íslensk kona, sem var gift Eng- lendingi, stóð í skilnaðarmáli þar í landi. Hún átti í erfiðleikum með að komast í samband við lögfræðinga og bað um aðstoð. Enska stofan Bevan Ashford tók að sér að annast hennar hagsmuni. Þá má nefna að Islending- um í Austurríki var vísað af hóteli. Þeim fannst brotið á rétti sínum og höfðu samband og austurrískur sam- starfsaðili tók að sér að gæta hags- muna þeirra og leystist málið farsæl- lega.“ NORSKT FIRMA SAMÞYKKT í REYKJAVÍK „Hugmyndin er að geta boðið gæðaþjónustu hvar sem er í Evrópu. Þá má nefna að í Beirut, Líbanon, er Advoc-aðili með tengsl inn í Araba- heiminn. Spánskar Advoc-stofur hafa tengsl til S-Ameríku og portúgalskar til BraziKu. Þá hefur Advoc Asía verið stofnuð. Samskipti við Bandaríkin eru til skoðunar. Stór bandarísk stofa, Thompson, Hine & Flory, hefur lýst áhuga á aðild og lögfræðingar á þeirra vegum voru hér í Reykjavík. Hins vegar eru margar aðildarstofur með samstarfsaðila í Bandaríkjunum og menn leita samkomulags um með hvaða hætti skuli koma koma Advoc á laggirnar vestanhafs. Það er óhjá- kvæmilegt, að mínu viti, að Advoc- net verði ofið í Bandaríkjunum. Hins vegar er það ásetningur Advoc nú, að festa í sessi þann ávinning, sem náðst hefur, og ekki endilega að færa frekar út kvíarnar. Það má segja að í Reykja- vík hafi Evrópu verið lokað með því að norsk stofa fékk aðild að samtök- unum. Advoc er í öllum helstu fjár- mála- og viðskiptaborgum Evrópu. Nú vilja menn beina sjónum inn á við, Magnús Pálsson, viðskiptafræðing- ur, var með erindi um gæði á skrif- stofunni. - styrkja samstarfið," segir Hróbjart- ur. GÆÐAMÁL í BRENNIDEPLI Ráðstefnan í Reykjavík snérist um gæði þeirrar þjónustu sem Advoc- stofur veita. Lögfræðingarnir litu í eigin barm með það markmið að bæta þjónustu við skjólstæðinga sína. Garðar Ö Gíslason, hæstaréttardóm- ari, flutti erindi um íslenskt réttarfar, Magnús Pálsson, viðskiptafræðing- ur, um gæði á skrifstofunni, Sigurjón Pétursson hjá Sjóvá Almennum var með erindi um gæði lögfræðiþjónustu séð frá sjónarhóli neytandans og Leslie Jacobs frá Thompson, Hine & Flory ræddi um um gæðamál í banda- rískum lögfræðifirmum. LÖGFRÆÐISTOFA ER ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI „Auðvitað er það ávallt svo að mis- tök eigi sér stað, en það er mikilvægt að lögfræðingar sem aðrir leiti ávallt leiða til þess að koma í veg fyrir þau,“ segir Hróbjartur og bætir við: „Sú umræða sem fór fram um gæðamál var ákaflega gagnleg og styrkir mjög innviði samstarfsins og er liður í að móta enn frekar vinnureglur og bæta gæði. Menn verða ávallt að vera á varðbergi og leita leiða til þess að bæta þjónustu sína. Ég hef alltaf litið á lögfræðistofu sem fyrirtæki, sem veiti þjónustu, fremur en firma utan um nafn lögfræðings. Og um það snýst Advoc - um gæði. Þá getum við sent okkar lögfræðinga tímabundið til nokkurs konar námsdvalar á Advoc- stofum erlendis og geta þeir þannig aflað sér þekkingar á afmörkuðum sviðum lögfræði." 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.