Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 27
Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Hannibalsson. Með
þeim á myndinni eru dætumar Marta og Asdís.
Helgi Valdimarsson og Guðrún Agnarsdóttir. Þau eiga þrjú
börn; Birnu, Agnar og Kristján.
|
En mikill fjöldi óákveðinna gefur hinum frambjóðendunum svolitla von
bjóðendumir sigri. En samt. Kosn-
ingamar eru ekki yfirstaðnar. Þarna
geta keppinautar Ólafs eygt von.
Kannski ná þeir frekari sveiflu á loka-
sprettinum.
í endaðan apríl studdi mikill meiri-
hluti þjóðarinnar Ólaf Ragnar - af þeim
sem tóku afstöðu - en nú nýtur hann
stuðnings minnihluta þjóðarinnar,
samkvæmt könnun Frjálsrar verslun-
ar. Sé heildarúrtakið skoðað hafði
hann um 50% fylgi í endaðan apríl en
núna segjast um 30% ætla að kjósa
hann - eða einn af hverjum þremur.
Hinir frambjóðendumir hafa til
samans um 35% fylgi af úrtaki eða
litlu meira fylgi en Ólafur hefur einn.
Pétur Hafstein virðist vera að festast
í öðru sæti. Það sæti skiptir afar
miklu máli þar sem Ólafur Ragnar er
umdeildur stjómmálamaður og á sér
harða andstæðinga. Líklegt er að
þessir andstæðingar hans muni kjósa
þann sem verður í öðm sæti - þann
sem líklegastur er til að fella Ólaf
Ragnar. Þeir, sem slíkt
gera, eru þá í raun meiri
andstæðingar Ólafs Ragn-
ars fremur en stuðnings-
menn einhvers úr röðum
hinna frambjóðendanna.
PÉTUR ÞARF MINNST35%
FYLGIÁ LOKASPRETTI
Að undanförnu hefur
Pétur Hafstein verið í
nokkuð öruggu öðru sæti í
könnunum, en þó talsvert á
eftir Ólafi. Ætli Pétur að
eiga raunhæfa möguleika á
sigri verður hann nokkrum
dögum fyrir kosningar að
hafa lyft sér úr því 25%
fylgi, sem hann hefur haft
að undanförnu, upp í að
minnsta kosti 35% fylgi. Og
frá sjónarhóli Péturs yrði
Ólafur Ragnar þá að vera
kominn niður í um 40% fylgi
Ástþór Magnússon með unnustu sinni Hörpu
Karlsdóttur.
27