Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 43

Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 43
stjórnenda íslenskra fyrirtækja til siðferðis. Hér koma meginniðurstöðurnar Þröstur Sigurjónsson, höfundur greinarinnar, er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands og lauk í vor BA prófi í heimspeki frá sama skóla. ÚRTAKIÐ VAR100 STÆRSTU Undirritaður hefur í fáein ár verið áhugamaður um viðskiptasiðfræði. Honum lék hugar á að vita hvert væri viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til siðferðis í íslensku við- skiptalífi. Því ákvað hann að fram- kvæma skoðanakönnun sem hluta af BA verkefni sínu í heimspeki við Háskóla íslands, sem fjallar um sið- ferðislega ábyrgð fyrirtækja í sam- félagi. Urtakið í könnuninni voru stjórnendur tæplega hundrað stærstu fyrirtækjanna samkvæmt lista Frjálsrar verslunar 1995. Fyrir þátttakendur voru lagðar átján spurningar sem lúta með einum eða öðrum hætti að siðferði viðskipta- Kfsins. Reynt var meðal annars að komast að því hversu ríka samfé- lagslega ábyrgð stjómendur taka í störfum sínum, hvort þeir fari fram úr lögum og reglum og taki þannig ríkari ábyrgð en krafist er og hvort þeir verði varir við ávinning af því að stundaheiðarlegviðskipti. Rúmlega þriðjungur aðspurðra svaraði könn- uninni. Hluti af niðurstöðum könn- unarinnar fer hér á eftir en lesendur skulu gæta að því að úrtakið er ekki stórt og hér er um allra stærstu fyrirtækin að ræða. Því verður að gæta varkámi við alla túlkun. bersýnilega ekki áhyggjur af því og jafn stórt hlutfall telur sig hafa orðið mikið eða mjög mikið fyrir barðinu á siðleysi annarra (14% og 10%). Þess- ar niðurstöður hljóta því að vera mjög jákvæðar fyrir alla umræðu um við- skiptasiðferði í íslensku atvinnulífi. Verður þú var við ávinning af því að stunda heiðarleg og traust við- skipti? Niðurstaðan er afgerandi. Stjóm- endur virðast almennt skynja það að allur almenningur gerir sífellt strang- ari kröfur um siðferðislega breytni og neytendur munu í ríkari mæli meta þau fyrirtæki sem starfa með ábyrg- um hætti. Ennfremur má ætla að hæfileikaríkustu starfskraftarnir muni leita til slíkra fyrirtækja, birgjar muni bjóða vörur sínar og þjónustu á sem bestu kjörum og svo mætti lengi telja. Þau fyrirtæki, sem verða þekkt fyrir ábyrgð og traust, munu vinna sér inn öflugt samkeppnisvopn. Um 75 prósent svarenda telja sig hafa mjög mikinn eða mikinn hag af því að stunda heiðarleg viðskipti og er það vissulega ánægjuleg niðurstaða. Hversu gott siðferði telur þú vera í íslensku viðskiptalífi? Engir svarendanna taka afgerandi afstöðu með því að segja að hér ríki mjög gott viðskiptasiðferði eða að það sé mjög slæmt. Jafn stórt hlutfall (43%) er þeirrar skoðunar að siðferð- ið sé gott og það sé hvorki gott né slæmt. Þessar ágætu niðurstöður kunna að fá menn til að spyrja sig hvort hin sterka umræða um þörf á bættu siðferði hafi verið byggð á veik- um grunni. Hagsmunasamtök hafa barist fyrir meiri aga í viðskiptum og 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.