Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 97
Loftorka í Borgamesi hefur lengst af stevpt
rör af ýmsum gerðum og stærðum.
Norræna skólasetrið í Hvalfirði er byggt úr forstevptum einingum frá Loftorku.
STIVITNISBUROURINN
væri ekki hægt að framkvæma með þessum hraða ef um
hefðbundnar aðferðir væri að ræða. í maíbyijun var t.d.
ákveðið að stækka Hyrnuna, verslunarmiðstöð hér við
sporð Borgarfjarðarbrúar, og verkinu mun ljúka í júnílok,
eftir einn og hálfan mánuð.”
MINNI KOSTNAÐUR
Bent hefur verið á að kostnaður geti verið 10-15% minni,
miðað við rauntölur í útveggjum, séu notaðar forsteyptar
einingar. Ennfremur hefur verið þróuð áferð á steypuna,
marmaraáferð, sem fæst með því að steypan er þvegin.
Áferðin er varanleg svo ekki þarf að mála útveggina og
ætti það að geta sparað byggingar- og síðan viðhaldskostn-
að þegar til lengri tima er litið.
Loftorka hefur iðulega fengið lóðir og reist hús og selt,
bæði í Reykjavík og annars staðar, en aðalmarkaðurinn
fyrir forsteyptu einingarnar hefur hingað til verið í Reykja-
vík. Þangað eru einingarnar fluttar og í 99% tilvika reisa
Loftorkumenn þær sjálfir. Að undanförnu hefur fyrirtækið
unnið í samvinnu við RARIK að hönnun og framleiðslu
spennistöðva úr stöðluðum einingum. Hægt er að velja
stærðir sem henta á hverjum stað. Tvær slíkar stöðvar
hafa risið við munna Hvalfjarðarganganna væntanlegu.
Skipulagt innra gæðaeftirliti með allri einingafram-
leiðslu er hjá Loftorku sem á að tryggja að viðskiptavinur-
inn fái ævinlega þá vöru sem hann óskar eftir. Uppbygging
eftirlitsins er unnin í samráði við Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins en Loftorka og RB hafa gert með sér
samning um gæðaeftirlit með framleiðslunni og með því
móti fær hún vottun RB.
TÍMASPARNAÐUR
ER OKKAR
STERKASTA VOPN
LOFTORKA
BORGARNESI
ENGJAÁSI 1
SÍMI: 437 1113 FAX: 437 1913
97