Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 106

Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 106
Stjómborð AEG þvotta- vélarinnar er mjög full- komið. að má eiginlega segja að nýja þvotta- vélin frá AEG, sem Skúli Oddgeirsson, verslun- arstjóri hjá Bræðrunum Ormsson, sýndi okkur, hugsi fyrir eiganda sinn. Um leið og stillt hefur verið á ákveðið þvottaprógramm gefur vélin til kynna hvemig þvotturinn fari fram, til dæmis hvort um forþvott verði að ræða, hversu mikill snúningshraði þeytivindunnar verði og hve langan tíma þvotturinn komi til með að taka. Með því einu að ýta á takka er hægt að breyta snúningshraðan- um (og reyndar fleiru) en þó aldrei umfram það hámark sem valið prógramm telur henta ull, ef um ullarprógramm er að ræða, eða öðru sem verið er að þvo. Þessi „stjórn- semi“ vélarinnar á að koma í veg fyrir að við getum skemmt þvottinn okkar. Vélin getur líka látið okkur vita ef við höfum sett of mikla sápu í þvottinn, sem er til þess gert að hvetja fólk til að spara sápuna og um leið vatnið því skynjarar sjá til þess að vélin tekur inn nægilegt vatns- magn svo þvotturinn nái að skolast hæfilega. Skynjarar ráða því líka hversu mikið vatn vélin taki inn á sig fyrir þvottinn í heild og miðast vatnsmagnið við það hve vatns- dræg efni eru þvegin hverju sinni. Eftir að vélin hefur stillt vatnsinntakið í upphafí helst sú stilling á meðan á þvottin- um stendur svo vatnsmagnið verður ævinlega nóg til að árangur verði góður. Nýjasta uppþvottavélin frá AEG býður líka upp á ýmis- legt nýstárlegt. Hún er til dæmis heimsins hljóðlátasta uppþvottavél, 45 desibel (RE 1 pW). Nú er hægt að draga neðri grind vélarinnar alveg fram og því er auð- veldara að setja í hana aftan til og ná úr henni aftur. Einn- ig er hægt að lækka efri grindina með einu handtaki en við það er hægt að koma fyrir í henni háum glösum, til dæmis á fæti, sem auk þess er hægt að skorða á sérstakan hátt. Og það er heldur ekki vandamál að ná hnífapörunum úr hnífaparagrindinni því hún opnast nú „eins og bók“ og ekkert er einfaldara en tína úr henni smáa hluti sem stóra. Keramikhelluborð eru vinsæl um þessar mundir og nú bjóðast þau með snertitökkum ofan á helluborðinu sjálfu svo loksins erum við laus við þessa endalausu takka, sem börnum hættir til að fikta í. Helluborðið er búið svokölluðu sensor control sem skynjar ef pottinn vantar á helluna þá slekkur hún á sér. Sem sagt engir takkar lengur á eldavél- inni. Enn ein nýjung, sem Skúli sýndi okkur, var örbylgju- ofn sérstaklega útbúinn til þess að grilla kjúkling. í þaki ofnsins er grilleliment, sem má leggja niður með ofnbak- inu, og síðan er kjúklingum stungið á þar til gerðan tein sem sér til þess að hann snýst og grillast allur jafnt. Skúli segir að nú sé orðið meira um það að fólk kaupi örbylgju- ofna með grillútbúnaði en bakaraofna með örbylgjubúnaði, sérstaklega þar sem rými er af skomum skammti því minna fer fyrir örbylgjuofninum en þeim gamla hefðbundna. ORMSSON Þvottavél frá-AEG sem „hugsar“ 106
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.