Frjáls verslun - 01.10.1996, Page 14
Fjölmargir gestir
sóttu Landsbréf
heim á eins árs af-
mæli íslenska fjár-
sjóðsins og þáðu
léttar veitingar.
FV-myndir:
Geir Ólafsson
MARGIR MÆTTU í EINS ÁRS AFMÆLI
ÍSLENSKA FJÁRSIÓÐSINS
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra flutti ávarp á eins árs afmæli ís-
lenska fjársjóðsins. Hér er hann ásamt
Gunnari Helgi Hálfdanarsyni, fram-
kvæmdastjóri Landsbréfa.
mlutabréfasjóður Landsbréfa,
íslenski fjársjóðurinn
(skemmtilegt nafn), varð eins
árs 17. nóvember sl. Sjóðurinn sér-
hæfir sig í fjárfestingum fyrirtækja
sem eiga mikla vaxtarmöguleika,
einkum á sviði sjávarútvegs og
tengdrar atvinnustarfsemi.
í frétt frá Landsbréfum segir að
frá stofnun sjóðsins hafi hann skilað
hluthöfum sínum hærri ávöxtun en
nokkur annar íslenskur hluta-
bréfasjóður. Gengi sjóðsins hafi
hækkað um meira en 90% og
nafnávöxtun sl. 11 mánuði sé
122%. Að auki hafi hann greitt
hluthöfum 10% arð á þessu ári.
Hátt í fjórtán hundruð íslending-
ar hafa fjárfest í íslenska fjár-
sjóðnum.
...því skyndilega
skelltu þau upp úr af
hlátri.
FV-myndir:
Kristín Bogadóttir
Sigrún Árnadóttir,
sem þýtt hefur Disney-
bækurnar í áraraðir,
ræðir hér við Ólaf Jó-
hann Ólafsson. Fyndni
flaug þeirra á milli...
SKELLT UPP ÚR!
argt var um
manninn á út-
gáfuhátíð Vöku-
Helgafells í Sunnusal
Hótel Sögu. Þar kynnti
fyrirtækið þær bækur
sem það gefur út fyrir
þessi jól. Eins og gengur
var skrafað saman og
skellihlegið. Ljósmynd-
ari Frjálsrar verslunar,
Kristín Bogadóttir, náði
einmitt skemmtilegum
myndum af Ólafi Jóhanni
Ólafssyni, fyrrum Sony-
stjóra, þar sem hann
ræddi við Sigrúnu Árna-
dóttur þýðanda, sem hef-
ur meðal annars þýtt
Disneybarnabækurnar
fyrir Vöku-Helgafell í
mörg ár. Fyndni flaug
greinilega þeirra á milli
því skyndilega sprungu
þau bæði úr hlátri -
skelltu hressilega upp úr.
Að sjálfsögðu var nýjasta
bók Ólafs Jóhanns,
Lávarður heims, kynnt á
hátíðinni.
14