Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Page 17

Frjáls verslun - 01.10.1996, Page 17
Qyrirtækið ístrakt- or í Garðabænum hefur tekið við um- boði fyrir Fiatbíla og hélt upp á það fyrir skömmu. Fiat var mest seldi bíll hérlendis í kringum árið 1974 eða áður en japans- kir bílar hófu innreið sína. ístraktor er einnig með umboð fyrir Lancia og Alfa Romeo - og raunar sportbílinn Ferrari líka. ítalskir bílar hf. voru áður með Fiatumboðið. ístraktor hefur í ára- raðir verið með umboð fyrir Iveco vinnu-, fjalla- og sendibíla; bílkrana frá Effra; vinnuvélar frá Schaeff; auk skíðalyfta og snjótroðara. Fyrirtækið var stofnað árið 1982 upp úr véla- og viðgerðar- verkstæði Dráttarvéla hf. Með öðrum orðum; rætur fyrirtækisins liggja aftur til ársins 1952. Fiat fagnað með veisluhöldum hjá fstraktor í Garða- bænum. Fiat var mest seldi bíll hér á Iandi í kringum 1974 eða áður en japanskir bílar hertóku markaðinn. Páll Gxslason, eigandi og framkvæmdastjóri fstrakt- ors, til vinstri, ásamt Pétri Björnssyni, ræðismanni ítala á íslandi. FV-myndir: Kristín Bogadóttir i’mmrnm FLYTJfl A FORMÚLUNA ÚT Langt og athyglisvert viðtal við hjónin Jón Olafsson ogHelgu Hilmarsdóttur í kvikmyndablaðinu Screen. íslenski markaðurinn er orðinn oflitill □ firgripsmikil átta síðna umfjöllun er um 20 ára af- mæli Skífunnar í nýlegu tölublaði kvikmyndablaðsins Screen. Fjallað er um uppgang Skífunnar og rætt er við þau hjón Jón Ólafsson og Helgu Hilmars- dóttur, eigendur Skífunnar. í við- talinu rekja þau 20 ára sögu fyrir- tækisins og hvernig það hefur þanist frá að vera lítil hljóm- plötuverslun í Hafnarfirði til þess að koma við sögu á öllum sviðum fjölmiðlunar. Viðtalið við þau hjón Jón og Helgu vekur ekki hvað síst at- hygli fyrir það hve yfirgripsmikið það er og hversu mikið rými það fær í þessu þekkta blaði. Svo ítar- leg umfjöllun er ánægjuleg fyrir fyrirtækið. í lok viðtalsins segir að þau hjón séu komin að krossgötum og að íslenski markaðurinn sé of smár til að hægt sé að útvíkka starfsemina frekar og auka hagn- aðinn. Fullyrt er að þau ætli að hasla sér völl á sama sviði er- lendis. „Eystrasaltsríkin eru aðeins eitt svæðanna sem þau hjón eru að horfa á til að víkka út starf- semi sína,“ segir í greininni. „Til að auka tekjurnar þurfum við að færa okkur yfir á stærri markað og það verður líklegast næsta skrefið,“ segir Jón í viðtalinu. Cumntly in itt 20tb yntr o/butinett, leeUnd's Stífan bat cxpandcd jctou all teiion of cntcriainmcnt aud/i now lookótg to expnrt i/s fomula otvrtcas. Mikc Goodridgc reportt “[tcdandl amicrotasmofi potailial oflarge markets If they dovotop símiar h; fbrcnjoyfciR lcdand has tho hfcihost roto of theatrical fci Etrope, about flwe vWtsayoar Yfirgripsmikil umfjöllun er um 20 ára afmæli Skífunnar í nýlegu tölublaði hins þekkta kvikmyndablaðs Screen. Þar er langt viðtal við þau hjón Jón Ólafsson og Helgu Hilmars- dóttur, eigendur Skífunnar, þar sem þau segjast hafa áhuga á að flytja þekkingu sína út. „Skifan is now looking to export it’s for- mula overseas.“ FlflT FAGNAÐ í GARÐABÆNUM 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.