Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Page 38

Frjáls verslun - 01.10.1996, Page 38
MARKAÐSMAL ■ V' "1 óðir spennir belti á I i'J I bamsitt. Bóndigáir til veðurs og lokar hlöðu- dyrum. Hópur manna ýtir bát út í strauminn og eru allir í flot- vestum og með hjálma. Sig- maður svífur niður þrítugan hamarinn til bjargar sauðkind sem er í nauðum stödd. Þessi myndskeið em tengd saman með orðum eins og ást, fyrirhyggja og umhyggja og það er ungur drengur sem gengur gegnum þau öll. Hann fer að lokum heim og hefur engar áhyggjur. Hann veit að allt er tryggt. Hjá Sjóvá-Almennum. Hér er lýst nýrri auglýsingu frá Sjóvá-Almeimum. Hún hef- ur vakið athygli fyrir glæsilegar tökur, sérstaka áferð og kannski ekki síst fyrir þá sök að þótt verið sé að auglýsa trygg- ingafélag er hvergi minnst á tryggingar eða iðgjöld. Þetta em svokölluð ímyndarauglýs- ing því þeim er ekki ætlað að koma á framfæri vörum eða sérstökum tilboðum heldur fyrst og fremst að koma á fram- færi ímynd vöm eða fyrirtækis. „Það má segja að gmnn- hugsunin sé að treysta ímynd Sjóvá-Almennra í hugum þeirra sem þegar hafa viðskipti við fé- lagið og ekki síður í hugum þeirra sem ekki hafa viðskipti þar,“ sagði Leópold Sveinsson hjá AUK í samtali við Frjálsa verslun en AUK sá um gerð auglýsingarinnar fyrir Sjóvá- Hópur ýtir bát út í straumharða á og allir eru í flotvestum og með hjálma. VELLIÐAN VAKIN UPP! Tökur og áferö nýju auglýsingarinnar frá Sjóvá-Almennum vekja athygli. Enfleira kemur til. Hvergi er minnst á tryggingar eöa iögjöld. Auglýsingunni er ætlaö aö skaþa vellíöan og segja: Njótiö lífsins - en sýniö fyrirhyggju. Foröast er aö beita hræösluáróöri sem veldur oft vanlíöan. Almennar. „Njóttu lífsins en sýndu fyrirhyggju. Það em skilaboðin." Gríðarleg vinna liggur að baki auglýsingarinnar því að sögn Leópolds hófst vinnan við hana formlega í apríl á þessu ári og leiddi Elísabet Cochran hjá AUK það starf. Snemma sum- ars kom Ágúst Baldursson leik- stjóri til liðs við verkið. Ágúst þykir einn snjallasti auglýsinga- leikstjóri sem fslendingar eiga en hann starfar nær eingöngu erlendis. Hann lagði margt í púkkið og á miðju sumri var handrit tilbúið en Saga film sá um framleiðslu á myndinni. Tökum var lokið tveimur mán- uðum eftir að leikstjórinn mætti til starfa og þá tók eftir- vinnsla við. Allt var tekið á filmu til þess að ná hámarks myndgæðum og síðan var allt myndefrii skannað inn í tölvu og unnið stafrænt eftir það. Þetta skilar sér, að sögn Leópolds, í gæðum sem em sambærileg við það besta sem gerist í þess- ari atvinnugrein í heiminum í dag. Vilhjálmur Guðjónsson samdi tónlist við myndina en Rut Reginalds sér um söng eða söngl. Mikil vinna var lögð í að finna rétta fólkið til að leika í myndinni en emn þekktur leik- ari er í auglýsingunni, Rúrik Haraldsson, aðrir em lítt þekktir. íslensk fyrirtæki hafa ekki gert sérstaklega mikið af því að Lífsins notið í sundlaug. Björgunarbelti í ná- lægð. Sigmaður spennir öryggisbelti áður en hann svífur niður þrítugan hamarinn til bjargar sauðkind. 38

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.