Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Side 39

Frjáls verslun - 01.10.1996, Side 39
SAGANÁBAK VID HERFERÐINA Páll Ásgeir Ásgeirsson láta gera fyrir sig hreinræktaðar ímyndarauglýsingar. Þó eru nokkur skemmtileg dæmi um það á undan- fömum árum, s.s. Morgunblaðsaug- lýsing um kjama málsins, íslenskuát- ak Mjólkursamsölunnar og Sparisjóð- irnir. ímyndarauglýsingar skila ekki aukinni sölu strax heldur styrkja ímynd fyrirtækisins og treysta hana á markaðnum. Þær geta hinsvegar verið mjög dýrar í framleiðslu og það er ástæða þess hve þær hafa verið fáséðar. Hitt er og staðreynd að til skamms tíma hefur ímynd fyrst og fremst verið hugtak í augum margra stjómenda en ekki tæki sem nota mætti tO að breyta stöðu fyrirtækis í huga almennings. Þetta mun vera mjög að breytast og stöðugt fleiri fyrirtæki, jafnvel smáfyrirtæki, skil- greina ímynd sína mjög vandlega og vinna samkvæmt því. Óhætt mun að fullyrða að íslensk tryggingafélög hafa, fram til þessa, ekki hugað grannt að ímynd sinni í hugum fólks. Margir myndu og segja að ímynd þeirra væri fremur slæm. Aukin samkeppni á tryggingamarkaði og hugsanleg innrás erlendra trygg- ingafélaga í meiri mæli en nú hefur án efa átt sinn þátt í því að auglýsing eins og þessi var gerð. „Auglýsingar skapa ekki ímynd. Með bros á vör spennir móðir bílbelti Þær styrkja hana. Við vildum gera góða auglýsingu sem byggði á þeim þáttum sem okkar ímynd byggir á. Okkar ímynd byggir á öryggi, ábyrgð, forsjálni og trausti og við erum ánægðir með árangurinn,“ sagði Við- ar Jóhannsson, gæðastjóri Sjóvá-Al- mennra, í samtali við blaðið. Viðar sagði að auglýsingar eins og þessi skilaði ein og sér ekki marktækum árangri á skömmum tíma, enda væri það ekki tilgangurinn. „Við auglýsum með þessum hætti í sjónvarpinu með reglulegum hætti. Þessi auglýsing styrkir annað mark- á barn sitt. aðsstarf. Það er þess vegna ekki hægt að horfa á þessa auglýsingu eina og sér.“ Viðar taldi að styrk og góð ímynd væri mjög mikilvæg í tryggingavið- skiptum, enda hefðu kannanir sýnt að hlutir eins og traust og tiltrú vægju þungt þegar fólk keypti tryggingar. „Imynd okkar er samkvæmt mæl- ingum sterk en við vildum styrkja hana. Við erum í harðri samkeppni bæði við innlend og erlend trygginga- félög og aukin samkeppni hafði sitt að segja þegar ákveðið var að fara út í gerð þessarar auglýsingar.“ Bóndi (Rúrik Haraldsson leikari) gáir til veð- ... og lokar hlöðudyrunum. urs ... 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.