Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Qupperneq 68

Frjáls verslun - 01.10.1996, Qupperneq 68
VEITINGAHÚS FRANSKAST ALLRA VEITINGAHÚSA Grillið hefur frá dögum Francois Fons verið franskast allra veitingahúsa - og er það enn. Ég hygg að sjaldan hafi Grillið verið eins gott og núna. Matreiðslan er létt og réttirnir bragðmiklir. ótel Saga er án efa eitt virtasta hótel landsins og núorðið sennilega þekktasta íslenska hótelið erlendis, í það minnsta á Norðurlöndunum. Grillið hefur jafnan verið „kóróna“ Hótel Sögu, sem eitt besta veitingahús landsins. Grillið hefur aldrei verið lélegur veitinga- staður, þrátt fyrir að einstaka sinnum hafi komið smá lægðir eins og gerist og gengur. Þegar meistari Francois Louis Fons var yfirmatreiðslumaður á Sögu var Grillið frábært veitingahús, án efa það besta á íslandi. Með komu þessa matreiðslumeistara frá Suður-Frakk- landi hingað til lands hófst nýr kafli í sögu íslenskrar matargerðar. Franska eldhúsið kom til íslands. Francois breytti að ýmsu leyti hugsanaganginum í matreiðslu hér á vGnllið hefurtekÍðTtökÍTr ^------------Æá Innlit Sigmars B.: GRILUD Á SÖGU ER landi, þ.e.a.s. frá því að vera iðn í að vera list. Vissulega er matreiðsla á ýmsan hátt iðn eða handverk en ef hún á að heppnast - að bragð, gæði, útlit og hollusta haldist í hendur - er hún list. Nákvæmlega eins og aðrar listgreinar. Francois Fons kynnti nemum sínum og samstarfsmönnum hefðir franskrar matargerðar, hand- bragð og matreiðsluaðferðir. Francois var hins vegar of snemma á ferðinni. íslendingar voru ekki tilbún- ir að taka við franska eldhúsinu. Þeir gátu en ekki slitið sig frá því danska. FRANSKAST ALLRA VEITINGAHÚSA Nú eru aðrir tímar. íslendingar eru orðnir Evrópubúaríhugsun. Miðjarð- arhafseldhúsið nýtur orðið feikna vin- sælda hér á landi. Ólífuolía, hvítlauk- ur, ýmsar tegundir af fiski og nýjar grænmetistegundir eru ekki lengur framandi. Fólk er farið að gera aðrar kröfur. Maturinn á að vera hollur, umfram allt bragðgóður og fallega fram settur. Grillið hefur frá dögum Francois Fons verið franskast allra íslenskra veitingahúsa, og er það enn. Ég hygg að sjaldan hafi Grillið verið eins gott og einmitt í dag undir styrkri leiðsögn Ragnars Wessman matreiðslumeist- ara. Það svífa sem sagt franskir andar yfir vötnunum í Grillinu. Þó gætir áhrifa frá Miðjarðarhafssvæðinu. Matreiðslan er létt og réttimir bragð- miklir. Góð og bragðmikil soð eða kraftur gefa réttunum ljúft bragð. Þegar gesturinn snæðir skötusel þá er skötuselsbragð af réttinum en ekki eitthvað annað bragð. Þetta á við um alla rétti matseðilsins. Lögð er áhersla á hið eiginlega bragð rétt- anna. Hráefnið fær að njóta sín. Þetta gerir þá kröfu að hráefnið verður að vera fýrsta flokks. Grænmeti af ýms- um toga skipar háan sess í matreiðslu Grillsins. Sömu sögu má segja um krydd. í staðinn fyrir að nota ýmsar kryddtegundir ótæpilega nota mat- reiðslumeistarar Grillsins vínedik af ýmsum toga og grænmetistegundir sem gefa einkennandi bragð. Margir athyglisverðir réttir eru á matseðlinum. Mætti t.d. nefna hum- arsúpu bragðbætta með koníaki með humarhölum og rjómatoppi, saltfisk Carpaccio í sætu tómatmauki, glóð- aða tómata á rauðlauks- og snjó- baunasalati og ólífu- og tómatfyllta 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.