Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Side 69

Frjáls verslun - 01.10.1996, Side 69
„í matargerð er Grillið fullkomlega samkeppnisfært við norður-evrópsk veitingahús í úrvalsflokki. Að mínu mati er hljómburðurinn helsti gallinn á Grillinu, kliðurinn frá gestum virðist hreinlega magnast. Útsýnið er hins vegar frábært eins og allir vita,“ segir Sigmar B. Hauksson. FV-mynd: Bragi Þ. Jósefsson ISÖGULEGRISOKN lambaturna framreidda með heitu sveppasalati. Vínlistinn er vel sam- ansettur og iðulega er mælt með sér- völdum vínum með matseðli kvölds- ins. Ég hef heyrt kvartað yfir því að flest vínin á vínseðli Grillsins séu dýr. Það er alls ekki rétt. Á seðlinum eru mörg millivín á góðu verði, þ.e.a.s. ef hægt er að tala um gott verð á léttvíni hér á íslandi. Þjónustan er fagmann- leg og óþvinguð. Ber hún af þjónustu á veitingahúsum hér á landi. Miðað við verð á mat á svipuðum veitinga- húsum og Grillið í Lundúnum og í Kaupmannahöfn er verðið frekar hag- stætt á Grillinu. Ef víninu er sleppt og aðeins miðað við matinn er Grillið full- komlega samkeppnishæft við norður- evrópsk veitingahús í úrvalsflokki. Að mínu mati er einn helsti gallinn á Grillinu hvað hljómburður er þar slæmur, þ.e.a.s. kliðurinn frá gest- unum virðist lireinlega magnast. Út- sýnið er hinsvegar frábært úr glugg- um Grillsins eins og allir vita. Ég geri mér ekki fullkomlega ljóst hvenær Grillið tók þetta stökk fram á við. Ég uppgötvaði Grillið aftur seinni hluta sumars og í haust. Auðséð er að ein helsta ástæðan fyrir þessari framför er fagmennska matreiðslumannanna Sigmar B. Hauksson skrifar reglulega um íslenska bisness- veitingastaði í Frjálsa verslun. og þjónanna en fyrst og fremst áhugi á starfmu sem er sýnilegur í matreiðsl- unni. Vonandi fá Ragnar Wessman matreiðslumeistari og félagar að þróa enn frekar þá gerð matreiðslu sem þeir nú hafa kynnt okkur. Það er í höndum yfirstjórnar Hótel Sögu að sjá til þess að svo verði og að Grillið verði djásnið í rekstrinum. Vonandi eiga þeir eftir að verða margir er- lendu gestirnir, sem hingað koma, sem munu minnast kvöldverðar á Grillinu sem ánægjulegrar stundar í Reykjavík og megi það verða til þess að þá fýsi að koma aftur hingað til íslands. Grillið - Hótel Sögu sími 552 5033 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.