Frjáls verslun - 01.01.1998, Page 23
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða.
Flugleiðir eru í öruggu 3. sætí og
standa í stað frá þvi síðast.
Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups.
Hagkaup er annað vinsælasta fyrirtæk-
ið. Mikil fylgisaukning í síðustu könn-
un hefúr að hluta gengið tíl baka.
Bónusfeðgar, Jóhannes Jónsson og Jón
Asgeir Jóhannesson, hafa ærna ástæðu
til að kætast yfir nýju vinsældameti
Bónus.
Frjálsrar verslunar á vinsælustu jyrirtœkjum landsins:
YRÐAR VINSÆLDIR
fyrirtœki landsins, annad áriö í röö. Fyrirtækiö er í upþákaldi hjá jjóröungi
Aldrei áöur hefur jyrirtæki fengiö svo mikiö fylgi í könnuninni.
HÖRÐ KEPPNI ■ MIKLAR VINSÆLDIR
A fáum mörkuðum í viðskiptum
ríkir jafn hörð samkeppni og í mat-
vöruverslun og verða matvöruversl-
anir að leggja sig að fullu fram til að
halda viðskiptavinum sínum.
Og það virðist þeim takast - annars
væru þær vart svo vinsælar. Neytend-
ur eru í miklu návígi við matvöruversl-
anir - þær koma daglega við sögu í lífi
fólks.
Fjögur efstu fyrirtækin á listanum
hafa verið á meðal þeirra fimm efstu
urn nokkurt skeið; Bónus, Hagkaup,
Flugleiðir og Eimskip. Þau þrjú fyrst-
nefndu hafa öll vermt efsta sætið
nokkrum sinnum. Þetta er í þriðja
skiptið sem Bónus mælist vinsælast-
ur. Hann skaust fyrst á toppinn árið
1995 en missti toppsætið árið eftir til
Hagkaups. I fyrra skaust Bónus svo
aftur á toppinn; haiði aðeins betur en
Hagkaup í þeirri keppni. En bæði fyr-
irtækin höiðu þá aldrei verið vinsælli.
Núna er Hagkaup enn í öðru sæti en
sú stórkostlega fylgisaukning, sem
fyrirtækið fékk síðast, hefur hins veg-
ar gengið að hluta til baka.
Skoðanakönnun Frjálsrar verslun-
ar var tekin fyrir um hálfum mánuði,
eða dagana 25. til 28. janúar. Tæplega
500 manns tóku þátt í henni sem er
svipaður ijöldi og síðast. Um síma-
könnun var að ræða og náði hún til
íbúa í öllum landshlutum. Hringt var
og spurt: Nefndu 1 til 3 fyrirtæki sem
þú hefur jákvæð viðhorf til. Og enn-
fremur: Nefndu 1 til 2 fyrirtæki sem
þú hefur neikvæð viðhorf til.
MEIRIJÁKVÆÐNI í GARÐ FYRIRTÆKJA
Það er athyglisvert að fólki er al-
mennt hlýrra til fyrirtækja núna en
áður. Það má að hluta rekja til góðær-
isins margnefnda - en dregið hefur úr
atvinnuleysi á sama tíma og kaupmátt-
ur hefur aukist. Þetta kemur fram í
fylgi við fimmtán efstu fyrirtækin á
listanum. Samanlagt fylgi við þau hef-
ur tekið kipp, þótt sjá megi bakslag í
vinsældum hjá Hagkaup og Samherja
en síðast tóku þau bæði risastökk upp
á við í vinsældum.
Fjögur vinsælustu fyrirtækin eru öll
umdeild. Þau eiga sér harða andstæð-
inga. Engu að síður er það svo að fólk
er nánast undantekningarlaust miklu
frekar jákvæðtt í garð fyrirtækja en
neikvætt. Af þeim, sem svöruðu spurn-
ingunni urn neikvætt viðhorf, nefndu
flestir Flugleiðir að þessu sinni. Póstur
og sími reyndist annað óvinsælasta fyr-
irtækið en það lenti í nokkrum ógöng-
FV-MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON.
23