Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Page 56

Frjáls verslun - 01.01.1998, Page 56
Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marels. Ávöxtun hlutabréfa í fyrirtækinu var 81% á síðasta ári. MAREL eir Gunnlaugsson er forstjóri Marels. Fjárfestar hafa miklar væntingar til fyrirtækisins - ekki hvað síst vegna kaupa Marels á danska fyrirtæki Carnitech á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hækkaði um 81% á síðasta ári og reyndist það - ásamt hækkun bréfa í SR-mjöli - næstmesta hækkun hluta- bréfa á Verðbréfaþingi. Gengi bréfa í fjármál Marel var 11,05 í byrjun síðasta árs en 20,00 í lok þess. Hagnaður Marels eftir skatta á ár- inu 1996 var um 63 milljónir króna. Fyrstu sex mánuði síðasta árs, 1997, nam hagnaðurinn hins vegar 101 milljón króna og var stór hluti hans vegna hagnaðar Carnitech á þessu tímabili. Til samanburðar nam hagn- aður Marels fyrstu sex mánuðina 1996 um 34 milljónum. Markaðs- verðmæti Marels eru um 4 milljarðar króna. Meðalfjöldi starfsmanna Mar- els á Islandi er 153 talsins. Marel var 72. stærsta fyrirtæki landsins 1996, samkvæmt lista Frjálsrar verslunar, og velti fyrirtæk- ið það ár tæpum 2 milljörðum. Ljóst er að velta Marels-samsteypunnar hefur hátt í tvöfaldast á ári vegna kaupanna á Carnitech. Verðbréfasal- ar hafa undanfarnar vikur mælt með kaupum á bréfum í Marel. Rétt er þó að benda á að gengi bréfanna er mjög hátt og í því kann að felast nokkur áhætta. 33 SR-MJ0L Uón Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöls, hefur langa reynslu í rekstri loðnubræðslna. Hann var áður forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, undanfara SR-mjöls. Hann getur vel við unað með árangur síð- asta árs. Gengi hlutabréfanna hækk- aði um 81% á síðasta ári. I ársbyrjun var gengið 3,65 og í árslok var það 6,60. Hagnaður SR-mjöls var 471 milljón eftir skatta á árinu 1996. Hagnaðurinn fyrstu sex mánuði ársins 1997 var 195 milljónir króna borið saman við 164 milljóna króna hagnað fyrstu sex mán- uði ársins 1996. Síðasta ár var því gott hjá SR-mjöli sem og hjá öðrum loðnu- bræðslum landsins. Búist er við áframhaldandi góðri afkomu þeirra. Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöIs. Mikil eftir- spurn var eftir hlutabréfum í fyrirtækinu og nam ávöxt- un þeirra 81% á síðasta ári. Markaðsverðmæti SR-mjöls eru rúmir 6,3 milljarðar króna. SR-mjöl er 28. stærsta fyrirtæki landsins, samkvæmt lista Fjálsrar verslunar. Velta þess var um 4,6 milljarðar árið 1996 og jókst stórlega frá árinu áður. Verðbréfasalar hafa mælt með bréfum í SR-mjöli. Horfur eru góðar í veiði á loðnu og síld og verð á loðnuaf- urðum hefur aldrei verið eins hátt. Verðbréfasalar benda mönn- um á að halda bréfum í SR-mjöli. 33 56

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.