Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Síða 56

Frjáls verslun - 01.01.1998, Síða 56
Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marels. Ávöxtun hlutabréfa í fyrirtækinu var 81% á síðasta ári. MAREL eir Gunnlaugsson er forstjóri Marels. Fjárfestar hafa miklar væntingar til fyrirtækisins - ekki hvað síst vegna kaupa Marels á danska fyrirtæki Carnitech á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hækkaði um 81% á síðasta ári og reyndist það - ásamt hækkun bréfa í SR-mjöli - næstmesta hækkun hluta- bréfa á Verðbréfaþingi. Gengi bréfa í fjármál Marel var 11,05 í byrjun síðasta árs en 20,00 í lok þess. Hagnaður Marels eftir skatta á ár- inu 1996 var um 63 milljónir króna. Fyrstu sex mánuði síðasta árs, 1997, nam hagnaðurinn hins vegar 101 milljón króna og var stór hluti hans vegna hagnaðar Carnitech á þessu tímabili. Til samanburðar nam hagn- aður Marels fyrstu sex mánuðina 1996 um 34 milljónum. Markaðs- verðmæti Marels eru um 4 milljarðar króna. Meðalfjöldi starfsmanna Mar- els á Islandi er 153 talsins. Marel var 72. stærsta fyrirtæki landsins 1996, samkvæmt lista Frjálsrar verslunar, og velti fyrirtæk- ið það ár tæpum 2 milljörðum. Ljóst er að velta Marels-samsteypunnar hefur hátt í tvöfaldast á ári vegna kaupanna á Carnitech. Verðbréfasal- ar hafa undanfarnar vikur mælt með kaupum á bréfum í Marel. Rétt er þó að benda á að gengi bréfanna er mjög hátt og í því kann að felast nokkur áhætta. 33 SR-MJ0L Uón Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöls, hefur langa reynslu í rekstri loðnubræðslna. Hann var áður forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, undanfara SR-mjöls. Hann getur vel við unað með árangur síð- asta árs. Gengi hlutabréfanna hækk- aði um 81% á síðasta ári. I ársbyrjun var gengið 3,65 og í árslok var það 6,60. Hagnaður SR-mjöls var 471 milljón eftir skatta á árinu 1996. Hagnaðurinn fyrstu sex mánuði ársins 1997 var 195 milljónir króna borið saman við 164 milljóna króna hagnað fyrstu sex mán- uði ársins 1996. Síðasta ár var því gott hjá SR-mjöli sem og hjá öðrum loðnu- bræðslum landsins. Búist er við áframhaldandi góðri afkomu þeirra. Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöIs. Mikil eftir- spurn var eftir hlutabréfum í fyrirtækinu og nam ávöxt- un þeirra 81% á síðasta ári. Markaðsverðmæti SR-mjöls eru rúmir 6,3 milljarðar króna. SR-mjöl er 28. stærsta fyrirtæki landsins, samkvæmt lista Fjálsrar verslunar. Velta þess var um 4,6 milljarðar árið 1996 og jókst stórlega frá árinu áður. Verðbréfasalar hafa mælt með bréfum í SR-mjöli. Horfur eru góðar í veiði á loðnu og síld og verð á loðnuaf- urðum hefur aldrei verið eins hátt. Verðbréfasalar benda mönn- um á að halda bréfum í SR-mjöli. 33 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.