Frjáls verslun - 01.01.1998, Page 79
intýrí. Þar fara átta leik-
endur með öll hlutverk-
in og bregða sér auk
þess stundum í gervi
sögumanna. Þetta er
einstaklega falleg sýn-
ing á ytra borði; ljós,
búningar og skemmti-
leg gervi gleðja augað
allt til enda, og ekki er
að sökum að spyrja um
tónlist og söngtexta,
þegar þeir leggja saman
Jóhann G. Jóhanns-
son og Þórarinn Eld-
járn. Samferðarfólki
leikdómara af yngri kyn-
slóð þótti ófreskjan
fremur brosleg en ógn-
vekjandi, langur ormur
sem orkar ósköp eitt-
hvað ámátlegur, þar sem
hann sveiflast uppi undir
sviðsloftinu. Hins vegar
var ágætlega til fundið
að láta Örn Arnason
leika prinsinn í stað þess að elta uppi einhverjar Hollywood-klisj-
ur af slíkum ævintýrapersónum. Frammistaða leikenda var svo
jöfn og örugg, að ekki er ástæða til að nefna einn öðrum frem-
ur, það væri þá helst Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, sem
fataðist hvergi í hlutverki Yndisfríðar.
Hermóður og Háðvör er á jafn góðu róli og fyrr og sýnir
þjóðararfinum verðuga rækt með Síðasta bænum í dalnum.
Sýningin er í líkum anda og fyrri sýningar hópsins, lífleg, sjón-
ræn og full af leikrænu
hugmyndaflugi, sem
nýtur sín prýðilega í vel
heppnaðri leikmynd
Finns Arnar Arnar-
sonar. Leikurinn ein-
kennist fremur af ljöri
og krafli en fágun eða
blæbrigðum, og andinn
sums staðar meir í anda
nútímans en fortíðarinn-
ar. Hilmar Jónsson
hefur með starfi sínu í
Hafnarfjarðarleikhúsinu
sýnt, að hann er einn af
dugmestu leikstjórum
okkar af yngri kynslóð,
en óneitanlega væri
gaman að sjá hann næst
spreyta sig á verki, sem
reyndi á hann sem per-
sónuleikstjóra og gerði
meiri kröfur um leik-
ræna dýpt en þeir leikir
sem Hermóður og Háð-
vör hefur hingað til ein-
beittsérað. Hættanáþví
að lifa á fyrri velgengni
og festast í sama fari er
sjaldan langt undan í leik-
listinni, þó að því farí víðs
fjarri, að þessi leikhópur
hafi enn lent í því.
Aðeins þarf að kvarta
undan einu: leikskráin
var fremur fátækleg og
þar saknaði ég greinar-
gerðar um tilurð verks-
ins. Aðeins er tekið fram,
að Hilmar Jónsson og
Gunnar Helgason hafi
samið leikgerðina, en
nafn Lofits Guðmunds-
sonar, höfúndar sögunn-
ar um síðasta bæinn í
dalnum, er hins vegar
hvergi nefht, sem er vita-
skuld ótækt.
Við endum þessa
hraðferð í Loffkastalanum, þar sem Baltasar Kormákur lét sig
ekki muna um að hrista fram úr erminni söngleik með börnum
og unglingum aðeins mánuði eftir að hann afgreiddi Hamlet.
Eins og vera ber er Bugsy Malone mikið „show", sem lifir frem-
ur á fjörmiklum tilþrifum á sviðinu, dansi og söngvum, en
áhugaverðri sögu. Ungir áhorfendur fylgdust þó greinilega
með raunum Chicago-bófanna og fylgifiska þeirra af áhuga og
settu ekki fyrir sig löng rómantísk atriði milli aðalhetjunnar og
elskunnar hans. Leik-
gleðin gat heldur naum-
ast verið meiri, en texta-
meðferð var því miður
alltof viða afleit og bætti
ekki úr skák, þegar há-
vær tónlistarflutningur
yfirgnæfði raddir leik-
enda, eins og gerðist
hvað eftir annað í söngat-
riðunum. Það er auðvitað
ekki ásfæða til að leggja
mat á frammistöðu leik-
enda; þó get ég ekki stillt
mig um að segja, að Þor-
valdur Davíð Kristjáns-
son iðaði af lífi í hlutverki
Bugsys, en Kristín Ósk
Hjartardóttir var auð-
sæilega valin í hlutverki
Blousey Brown fremur
vegna hæfileika á sviði
söngs en leiks. B3
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ. Úr leikritinu Yndisfríð og ófreskjan sem er sþennuævin-
týri eftir Laurence Boswell. Frá vinstri Örn Árnason, Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir, sem leikur Yndisfríði, og Halldóra Björnsdóttir.
Mynd: Grímur Bjarnason
Hafnarjjarðarleikhúsið HERMÓÐUR OG HÁÐVÖR. Úr leikritinu Síðasti bœr-
inn í dalnum. Frá vinstri: Halldór Gylfason, Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helga-
son og Hildigunnur Þráinsdóttir í hlutverkum sínum.
Leikhúsannáll í ársbyrjun