Frjáls verslun - 01.01.1998, Qupperneq 80
Órnólfur Órnól/sson rekur heildverslunina j4s en er lœrður bakari og fyrrverandi kauþfélagsstjóri.
FV mynd: Kristín Bogadóttir.
Sambandinu sem forstöðu-
maður kexverksmiðjunnar
Holtakex um árabil.
„Þessir sænsku framleið-
endur framleiða tæki sem
henta mjög vel fyrir þær fjöl-
breyttu kröfur sem bakarar
þurfa að svara í dag.“
Örnólfur hefur einnig selt
fasteignir og fengist við að
reka húsgagnaverslun en það
var Heimilið á Sogavegi sem
margir muna eflaust eftir. Síð-
ustu 10 árin áður en hann tók
við heildversluninni As var
Örnólfur kaupfélagsstjóri hjá
Kaupfélagi Kjalarnesþings í
Mosfellsbæ og rak verslun
þess við Vesturlandsveg.
„Mér finnst afskaplega
skemmtilegt að vera kominn í
eigin atvinnurekstur á ný. Þó
að ég hafi áralanga reynslu af
innflutningi af ýmsu tagi þá
hafa breytingar verið svo örar
að margt hef ég þurft að læra
alveg upp á nýtt.“
Meðeigandi Örnólfs er
Guðlaug Konráðsdóttir sam-
býliskona hans, sem starfar
hjá Fróða hf. Þau búa í Mos-
fellsbæ og eiga þrjú uppkomin
börn. Örnólfur segist vera
mikill félagsmálamaður og
eyða talsverðum hluta frítíma
síns í það. Hann hefur t.d.
starfað mikið með Rotary-
hreyfingunni og var um hríð
formaður Rotaryklúbbsins í
Mosfellsbæ. Þegar þvi sleppir
vill hann helst vinna í garðin-
um auk þess sem hann og
Guðlaug hafa stundað sam-
kvæmisdansa.
Eitt af áhugamálum Örn-
ólfs er að hann safnar upp-
stoppuðum fuglum og hefur
gegnum árin eignast mikið
safn af þeim. Áliugi hans
vaknaði þegar hann var ungur
drengur í sveit i Mývatnssveit.
Örnólfur á ættir að rekja til
Vestfjarða en fyrstu sjö árin
bjó hann, ásamt foreldrum
sínum og systkinum, á Húsa-
vík. W
ÖRNÓLFUR ÖRNÓLFSSON, ÁS EHF.
0g hef rekið þetta fyrir-
tæki ásamt sambýlis-
konu minni, frá 1.
mars 1996 en heildverslunin
Ás var upphaflega stofnuð
1984. Við höfúm gert ýmsar
breytingar á vöruframboði en
mesta breytingin er sú að nú
erum við umboðsmenn fyrir
Revent bakarofna og Glimek
brauðgerðarvélar og ýmis
tæki fyrir bakarí,“ segir Örn-
ólfur Örnólfsson, heildsali í
heildversluninni Ás í Kópa-
vogi.
Gjafavörur, silkiblóm, kerti
og ýmsar vörur fyrir blóma-
búðir hafa verið á boðstólum í
heildversluninni Ás en vax-
andi áhersla er í dag lögð á
baðvörur frá þýska fyrirtæk-
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ASGEIRSSON
inu Nature Shop. Þetta eru
sápur, sjampó, krem, baðolíur
og margt fleira sem lýtur að
persónulegu hreinlæti. Allar
vörur undir þessu merki
henta ekki síst fyrir viðkvæma
húð enda sérstaklega ofhæm-
isprófaðar, án tilrauna á dýr-
um. Allar umbúðir eru endur-
vinnanlegar því umhverfis-
væn stefiia er sett á oddinn.
Auk þessa selur Ás baðbursta,
sápuskálar, náttúrusvampa og
ótal fleiri vörur sem eiga það
sameiginlegt að gera notand-
anum kleift að dekra við sig i
baðinu.
„Það er vaxandi áhugi og
meðvitund meðal viðskipta-
vina á öllu sem telst náttúru-
vænt og hreint og þessar vör-
ur hafa svarað þeim kröfum
mjög vel.“
Helstu viðskiptavinir heild-
verslunarinnar Ás hafa til
þessa verið blómabúðir og ap-
ótek en sífellt fleiri apótek
selja bað- og hreinlætisvör-
urnar frá Nature Shop. Með
því að Ás verður nú umboðs-
aðili fyrir Revent og Glimek
frá Svíþjóð bætast bakarar í
hóp viðskiptavinanna.
„Eg hef alltaf haft áhuga á
þessari grein, enda er ég lærð-
ur bakari og starfaði við það
samtals í 12 ár,“ segir Örnólf-
ur. Hann rak meðal annars
bakarí á Egilsstöðum um ára-
bil. Síðar fór hann í framhalds-
nám í kexbakstri og það leiddi
til þess að hann starfaði hjá
aaa—aga